„Þetta er allavega ég en ekki börnin mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 10:30 Stella er í dag krabbameinslaus en í fyrirbyggjandi meðferð. Stella Hallsdóttir er 33 ára gift tveggja barna móðir. Hún er lögfræðingur að mennt og vinnur hjá umboðsmanni barna. Fyrra barnið eignaðist hún fyrir rúmum fjórum árum en seinna barnið kom í heiminn í nóvember 2019. Allt gekk eins og í sögu en svo kom skellurinn. Sindri Sindrason ræddi við Stellu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég sem sagt finn fyrir þykkildi í brjóstinu á mér í október árið 2019 rétt áður en ég á dóttur mína og ég tengi þetta við það að ég sé ólétt og þetta sé hluti af því,“ segir Stella en á þessu tímabili var hún lítið að hugsa út í það hvort þetta gæti verið eitthvað alvarlegt og minntist ekki einu sinni á þetta við ljósmóðurina. „Svo á ég dóttur mína þarna í nóvember og maður fer bara í mömmugírinn og öllu því sem fylgir þannig ég er ekkert að spá mikið í þessu en vinstra brjóstið mjólkaði alltaf miklu verra. Það var alltaf lítið flæði og dóttir mín var alltaf rög að fara á það. Svo bara hættir hún á því að sirka um 3-4 mánaða gefst hún upp á þessu og neitar því alveg. Þá finn ég þegar mjólkin fer úr brjóstinu að þetta er búið að stækka og mér bregður svolítið.“ Hrundi niður Um mánuði seinna fer Stella upp á leitarstöð og þar var tekin mynd og sýni. „Það var fyrst þá sem ég varð pínu hrædd af því að ég hélt að þetta væri ekki neitt og svo fannst mér læknirinn vera svolítið alvarlegur.“ Þann 18. júní í fyrra fékk Stella svo símtal. Stella og fjölskyldan á góðri stundu sumarið 2020. „Þar sem mér er tilkynnt að þetta sé krabbamein. Þetta var mjög súrealískt og við stóðum í stofunni ég og maðurinn minn og ég hélt á dóttur minni og var að rugga henni þar sem hún var smá grátandi. Ég náði einhvern veginn að halda fókus í samtalinu. Ég skelli síðan á, labba inn í herbergi til dóttur minnar og finn bara svona dofatilfinningu hellast yfir mig. Ég halla mér upp að veggnum og hryn niður. Maður er mjög hræddur við þetta orð krabbamein og byrjar strax að hugsa hvort maður sé að deyja.“ Stella segist hafa hugsað hvort börnin hennar skildu muna eftir henni ef hún myndi falla frá og þá sérstaklega yngri stúlkan. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom hugsun upp hjá mér að það væri kannski bara gott ef hún myndi ekki muna eftir mér. Eitthvað sem ég hugsaði þegar ég greinist er að þetta er allavega ég en ekki börnin mín.“ Ekki enn grátið brjóstið Stella fór á þriggja vikna fresti í lyfjameðferðir, alls sex skipti en því ferli lauk í nóvember. „Svo fór ég í brjóstnám í byrjun desember og þá var brjóstið tekið og eitlar í holhöndinni líka af því að krabbameinið var búið að dreifa sér í eitla.“ Þá er hún núna í geislameðferð, auk þess sem hún fær lyf í fjórtán skipti einskonar fyrirbyggjandi meðferð svo krabbinn komi ekki aftur. „Ég undirbjó mig mjög mikið og hugsaði strax, ég er með krabbamein og veit alveg hverju því fylgir. Ég mun missa hárið og ég gerði ráð fyrir því að missa brjóstið í upphafi. Það kom mér rosalega á óvart að þegar ég vaknaði eftir aðgerðina fann ég fyrir rosalega miklum létti. Núna er þetta farið og það var mikill léttir. Ég hef ekki enn þá grátið brjóstið.“ Stella er í dag krabbameinslaus og er sem fyrr segir í fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð en er í áhættuhópi næstu fimm árin. Hún er bjartsýn á framtíðina og horfir öðruvísi á hlutina í dag en hún gerði fyrir einu og hálfu ári. „Ég er hressari og skemmtilegri og maður er svona meira í núinu og svona og ekki mikið að stressa mig á hlutum eins og ég var að gera.“ Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu en svo kom skellurinn. Sindri Sindrason ræddi við Stellu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég sem sagt finn fyrir þykkildi í brjóstinu á mér í október árið 2019 rétt áður en ég á dóttur mína og ég tengi þetta við það að ég sé ólétt og þetta sé hluti af því,“ segir Stella en á þessu tímabili var hún lítið að hugsa út í það hvort þetta gæti verið eitthvað alvarlegt og minntist ekki einu sinni á þetta við ljósmóðurina. „Svo á ég dóttur mína þarna í nóvember og maður fer bara í mömmugírinn og öllu því sem fylgir þannig ég er ekkert að spá mikið í þessu en vinstra brjóstið mjólkaði alltaf miklu verra. Það var alltaf lítið flæði og dóttir mín var alltaf rög að fara á það. Svo bara hættir hún á því að sirka um 3-4 mánaða gefst hún upp á þessu og neitar því alveg. Þá finn ég þegar mjólkin fer úr brjóstinu að þetta er búið að stækka og mér bregður svolítið.“ Hrundi niður Um mánuði seinna fer Stella upp á leitarstöð og þar var tekin mynd og sýni. „Það var fyrst þá sem ég varð pínu hrædd af því að ég hélt að þetta væri ekki neitt og svo fannst mér læknirinn vera svolítið alvarlegur.“ Þann 18. júní í fyrra fékk Stella svo símtal. Stella og fjölskyldan á góðri stundu sumarið 2020. „Þar sem mér er tilkynnt að þetta sé krabbamein. Þetta var mjög súrealískt og við stóðum í stofunni ég og maðurinn minn og ég hélt á dóttur minni og var að rugga henni þar sem hún var smá grátandi. Ég náði einhvern veginn að halda fókus í samtalinu. Ég skelli síðan á, labba inn í herbergi til dóttur minnar og finn bara svona dofatilfinningu hellast yfir mig. Ég halla mér upp að veggnum og hryn niður. Maður er mjög hræddur við þetta orð krabbamein og byrjar strax að hugsa hvort maður sé að deyja.“ Stella segist hafa hugsað hvort börnin hennar skildu muna eftir henni ef hún myndi falla frá og þá sérstaklega yngri stúlkan. „Ég skal alveg viðurkenna að það kom hugsun upp hjá mér að það væri kannski bara gott ef hún myndi ekki muna eftir mér. Eitthvað sem ég hugsaði þegar ég greinist er að þetta er allavega ég en ekki börnin mín.“ Ekki enn grátið brjóstið Stella fór á þriggja vikna fresti í lyfjameðferðir, alls sex skipti en því ferli lauk í nóvember. „Svo fór ég í brjóstnám í byrjun desember og þá var brjóstið tekið og eitlar í holhöndinni líka af því að krabbameinið var búið að dreifa sér í eitla.“ Þá er hún núna í geislameðferð, auk þess sem hún fær lyf í fjórtán skipti einskonar fyrirbyggjandi meðferð svo krabbinn komi ekki aftur. „Ég undirbjó mig mjög mikið og hugsaði strax, ég er með krabbamein og veit alveg hverju því fylgir. Ég mun missa hárið og ég gerði ráð fyrir því að missa brjóstið í upphafi. Það kom mér rosalega á óvart að þegar ég vaknaði eftir aðgerðina fann ég fyrir rosalega miklum létti. Núna er þetta farið og það var mikill léttir. Ég hef ekki enn þá grátið brjóstið.“ Stella er í dag krabbameinslaus og er sem fyrr segir í fyrirbyggjandi krabbameinsmeðferð en er í áhættuhópi næstu fimm árin. Hún er bjartsýn á framtíðina og horfir öðruvísi á hlutina í dag en hún gerði fyrir einu og hálfu ári. „Ég er hressari og skemmtilegri og maður er svona meira í núinu og svona og ekki mikið að stressa mig á hlutum eins og ég var að gera.“
Fokk ég er með krabbamein Ísland í dag Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira