Þróttur rýmir fyrir þjóðarleikvangi en fær stórt fótboltasvæði og íþróttahús Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 14:01 Skipta á um gervigras á aðalvelli Þróttar þegar færi gefst. Suður af vellinum glittir í Laugardalshöll sem gæti farið í hendur Þróttar en þar hafa iðkendur félagsins getað æft þegar höllin er ekki frátekin fyrir landsleiki, bikarleiki eða annað. vísir/egill Knattspyrnufélagið Þróttur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um það hvernig uppbyggingu aðstöðu fyrir félagið í Laugardal verður háttað. Þróttarar fá samkvæmt því meðal annars tvo nýja gervigrasvelli og nýtt íþróttahús en gefa eftir svæði sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta fyrir þjóðarhöll- og leikvang. Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum. Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Finnbogi Hilmarsson, formaður Þróttar, segir að samningar þessa efnis verði formlega undirritaðir í næstu viku: „Þetta eru stórkostleg tíðindi, ekki bara fyrir Þrótt heldur íbúa í Laugardal sem hafa lengi beðið eftir að það verði einhverjar úrlausnir í aðstöðumálum í hverfinu.“ Í samkomulaginu felst að Þróttur fái tvo nýja gervigrasvelli þar sem nú er Valbjarnarvöllur, austan við Laugardalsvöll. Undirbúningur að gerð þessara valla á að hefjast strax og verða þeir báðir í fullri stærð, með upphitun og lýsingu, segir Finnbogi. Auk þess fá Þróttarar síðar meir frjálsíþróttasvæðið sem liggur norður af Valbjarnarvelli og að World Class Laugum, svokallað kastsvæði, og þar með verður til stórt svæði fyrir Þróttara með gras- og gervigrasvöllum. Þegar þeir fá kastsvæðið gefa Þróttarar eftir stórt svæði sitt við Suðurlandsbraut, suðaustur af Laugardalshöll. Þetta ætti að skapa rými fyrir nýjan þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum eða nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir á borð við handbolta og körfubolta, eins og rætt hefur verið um. Þróttarar gefa einnig eftir völl við Álfheima. Finnbogi segir jafnframt að í næstu viku hefjist vinna við deiliskipulag fyrir nýtt íþróttahús sem byggja á þar sem nú er bílastæði við félagsheimili Þróttar og Ármanns. Íþróttahúsið á að þjóna Þrótti, Ármanni og skólunum í hverfinu. Vinnu við deiliskipulagið á að vera lokið fyrir 1. desember. Þá verður einnig kannað hvort að raunhæfur möguleiki sé að Laugardalshöll, sem komin er til ára sinna og er ekki lengur lögleg fyrir alþjóðlega leiki í stórum íþróttagreinum, geti orðið félags- og íþróttahús Þróttar að undangengnum breytingum.
Reykjavík Þróttur Reykjavík Frjálsar íþróttir Handbolti Körfubolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira