Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 19:29 FH Haukar Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu. Haukar virtust vera einbeitingalausir og ÍR-ingar mun ákveðnari. Jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á að ná 1-2 marka forystu. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum lendir Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka í samstuði við Eyþór Vestmann. Eyþór uppskar tveggja mínútna brottvísun en Geir sem fékk heilahristing og tönn hjá honum brotnaði, var fluttur með sjúkrabíl. Áfram héldu liðin að skiptast á að taka forystu og þegar að flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 13-13. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Jafnræði með liðunum framan af. Mikið af töpuðum boltum og hart tekist á í vörn beggja liða. Það var ekki fyrr en um 5 mínútur voru eftir af seinni hálfleik sem Haukar gáfu og og náðu að koma koma sér í þriggja marka forystu og þannig skildu liðin að, 26-29. Afhverju unnu Haukar? Haukar unnu leikinn á síðustu fimm mínútunum. Þeir voru greinilega þyrstari í sigur því þetta hefði geta dottið með báðum liðum þessar 55 mínútur leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Sveinn Brynjar Agnarsson sem fór á kostum í horninu og var með 10 mörk. Á eftir honum var það Viktor Sigurðsson með 6 mörk. Hjá Haukum voru það Orri Freyr Þorkelsson, Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson atkvæðamestir, allir með 6 mörk. Hvað gekk illa? Hjá báðum liðum var ábótavant upp á varnarleikinn og markvarslan í takt við það. Einnig var mikið af töpuðum boltum. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn 25. febrúar kl. 19:30 eiga Haukar leik við KA á Akureyri en þetta er frestaður leikur úr 5. umferð. Á sunnudeginum 28. febrúar kl 16:30 gera ÍR-ingar sér ferð til Vestmannaeyja og keppa við ÍBV. Kristinn Björgúlfsson: Ég er svekktur að hafa ekki náð í stig eða tvö Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var svekktur að hafa ekki sótt stig á móti Haukum í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn og en það var ekki fyrr en á 55. mínútu sem úrslitin í raun réðust. ,,Ég er svekktur að hafa ekki náð í stig eða tvö,“ sagði Kristinn Björgúlfsson eftir naumt tap á Haukum í Olís-deild karla í kvöld. ÍR-ingar sem eru enn án stiga í deildinni hafa verið að hrökkva hægt og rólega í gang og er allt annað að sjá liðið núna heldur en í byrjun tímabilsins. ,,Við erum með okkar lið og okkar gaura. Við berjumst og gerum allt sem við getum til þess að vinna og við vorum nálægt því í dag,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla ÍR Haukar
Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu. Haukar virtust vera einbeitingalausir og ÍR-ingar mun ákveðnari. Jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á að ná 1-2 marka forystu. Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum lendir Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka í samstuði við Eyþór Vestmann. Eyþór uppskar tveggja mínútna brottvísun en Geir sem fékk heilahristing og tönn hjá honum brotnaði, var fluttur með sjúkrabíl. Áfram héldu liðin að skiptast á að taka forystu og þegar að flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 13-13. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Jafnræði með liðunum framan af. Mikið af töpuðum boltum og hart tekist á í vörn beggja liða. Það var ekki fyrr en um 5 mínútur voru eftir af seinni hálfleik sem Haukar gáfu og og náðu að koma koma sér í þriggja marka forystu og þannig skildu liðin að, 26-29. Afhverju unnu Haukar? Haukar unnu leikinn á síðustu fimm mínútunum. Þeir voru greinilega þyrstari í sigur því þetta hefði geta dottið með báðum liðum þessar 55 mínútur leiksins. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍR var það Sveinn Brynjar Agnarsson sem fór á kostum í horninu og var með 10 mörk. Á eftir honum var það Viktor Sigurðsson með 6 mörk. Hjá Haukum voru það Orri Freyr Þorkelsson, Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson atkvæðamestir, allir með 6 mörk. Hvað gekk illa? Hjá báðum liðum var ábótavant upp á varnarleikinn og markvarslan í takt við það. Einnig var mikið af töpuðum boltum. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn 25. febrúar kl. 19:30 eiga Haukar leik við KA á Akureyri en þetta er frestaður leikur úr 5. umferð. Á sunnudeginum 28. febrúar kl 16:30 gera ÍR-ingar sér ferð til Vestmannaeyja og keppa við ÍBV. Kristinn Björgúlfsson: Ég er svekktur að hafa ekki náð í stig eða tvö Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var svekktur að hafa ekki sótt stig á móti Haukum í Olís-deild karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn og en það var ekki fyrr en á 55. mínútu sem úrslitin í raun réðust. ,,Ég er svekktur að hafa ekki náð í stig eða tvö,“ sagði Kristinn Björgúlfsson eftir naumt tap á Haukum í Olís-deild karla í kvöld. ÍR-ingar sem eru enn án stiga í deildinni hafa verið að hrökkva hægt og rólega í gang og er allt annað að sjá liðið núna heldur en í byrjun tímabilsins. ,,Við erum með okkar lið og okkar gaura. Við berjumst og gerum allt sem við getum til þess að vinna og við vorum nálægt því í dag,” sagði Kristinn að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti