Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Anton Ingi Leifsson skrifar 23. febrúar 2021 07:00 Luis og Salah á HM félagsliða í Katar 2019. Salah með Liverpool og Luis með Flamengo. Etsuo Hara/Getty Images Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Filipe, sem er nú 35 ára, spilar nú með Flamengo í Brasilíu en hann spilaði með Atletico Madrid, á tveimur tímabilum, í samtals átta ár en hann spilaði svo með Chelsea tímabilið 2014/2015 - áður en hann snéri aftur heim. „Simeone sagði mér að koma aftur. Við erum að fara vinna og þurfum bakvörð eins og þig, sagði hann við mig. Ég kom aftur og spilaði vel. Hann sagði þá við mig að ég spilaði bara vel undir hans stjórn. Hann náði því besta út úr mér,“ sagði Luiz. „Það er ekki auðvelt að spila undir hans stjórn. Hann hefur ekkert hjarta. Þegar hann tók við árið 2011 vorum við fjórum stigum frá fallsæti og hann vann Evrópudeildina á sömu leiktíð.“ Luis gekk svo í raðir Chelsea þar sem hann spilaði einungis eina leiktíð. Hann segir að hann hafi þó haft gaman af verunni hjá Chelsea þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann vildi. „Þegar ég var á bekknum í fyrsta leiknum, bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði: Af hverju varstu að kaupa mig? Af hverju leyfðiru mér ekki bara að vera hjá Atletico? Hann sagði að honum liði ekki eins vel varnarlega með mig í liðinu, eins og Azpilicueta.“ Former Chelsea and Atletico Madrid star Filipe Luis says he was 'betrayed' by Jose Mourinho, insists Diego Simeone 'has no heart'... and reveals how to stop Lionel Messi | @PeteJenson https://t.co/Y5Cr2Yy4Hd— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 „Hann sagði að ég þyrfti vinna sætið í liðinu. Ég gæti ekki búist við að vera í liðinu bara út af nafninu. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég var ekki að spila vel en þú þarft að vera á vellinum til að bæta því. Ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað því ég var í einu stærsta liði heims en allir vilja spila.“ Luis hafði spilað alla leiki í enska deildarbikarnum þetta tímabilið en hann var svo ekki í liðinu í úrslitaleiknum. Þá var Felipe súr. „Mér fannst hann hafa svikið mig. Ég vildi ekki vinna meira með Mourinho en þetta var ekki honum að kenna. Við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heim hjá mér!,“ en Felipe sagði Mo Salah, sem var hjá Chelsea á sama tíma, hafi verið frábær. „Á æfingum var Salah eins og Messi. Það er leiðinlegt að hafa ekki spilað meira með honum,“ bætti Luis við. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Filipe, sem er nú 35 ára, spilar nú með Flamengo í Brasilíu en hann spilaði með Atletico Madrid, á tveimur tímabilum, í samtals átta ár en hann spilaði svo með Chelsea tímabilið 2014/2015 - áður en hann snéri aftur heim. „Simeone sagði mér að koma aftur. Við erum að fara vinna og þurfum bakvörð eins og þig, sagði hann við mig. Ég kom aftur og spilaði vel. Hann sagði þá við mig að ég spilaði bara vel undir hans stjórn. Hann náði því besta út úr mér,“ sagði Luiz. „Það er ekki auðvelt að spila undir hans stjórn. Hann hefur ekkert hjarta. Þegar hann tók við árið 2011 vorum við fjórum stigum frá fallsæti og hann vann Evrópudeildina á sömu leiktíð.“ Luis gekk svo í raðir Chelsea þar sem hann spilaði einungis eina leiktíð. Hann segir að hann hafi þó haft gaman af verunni hjá Chelsea þó að hann hafi ekki spilað eins mikið og hann vildi. „Þegar ég var á bekknum í fyrsta leiknum, bankaði ég á dyrnar hjá Mourinho og spurði: Af hverju varstu að kaupa mig? Af hverju leyfðiru mér ekki bara að vera hjá Atletico? Hann sagði að honum liði ekki eins vel varnarlega með mig í liðinu, eins og Azpilicueta.“ Former Chelsea and Atletico Madrid star Filipe Luis says he was 'betrayed' by Jose Mourinho, insists Diego Simeone 'has no heart'... and reveals how to stop Lionel Messi | @PeteJenson https://t.co/Y5Cr2Yy4Hd— MailOnline Sport (@MailSport) February 22, 2021 „Hann sagði að ég þyrfti vinna sætið í liðinu. Ég gæti ekki búist við að vera í liðinu bara út af nafninu. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég var ekki að spila vel en þú þarft að vera á vellinum til að bæta því. Ég sé ekki eftir því að hafa farið þangað því ég var í einu stærsta liði heims en allir vilja spila.“ Luis hafði spilað alla leiki í enska deildarbikarnum þetta tímabilið en hann var svo ekki í liðinu í úrslitaleiknum. Þá var Felipe súr. „Mér fannst hann hafa svikið mig. Ég vildi ekki vinna meira með Mourinho en þetta var ekki honum að kenna. Við unnum úrslitaleikinn og ég er með medalíuna heim hjá mér!,“ en Felipe sagði Mo Salah, sem var hjá Chelsea á sama tíma, hafi verið frábær. „Á æfingum var Salah eins og Messi. Það er leiðinlegt að hafa ekki spilað meira með honum,“ bætti Luis við. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira