Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað málinu til lögreglu. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira