Fá að mæta í skólann en skilyrði um skimun tvisvar í viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 23:31 Nemendur í núllta til fjórða bekk grunnskóla í Danmörku fengu að mæta aftur í skólann þann 8. febrúar. EPA/TIM KILDEBORG JENSEN/DENMARK OUT Sérfræðingar í Danmörku leggja til að leyft verði að opna ákveðnar verslanir og að afþreying utandyra fái að hefjast á nýjan leik þegar tilkynnt verður um næstu skref við afléttingu takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins í Danmörku. Þá er lagt til að nemendur sem eiga að útskrifast í vor fái að mæta aftur í skólann aðra hvora viku. Aftur á móti á það aðeins við nemendur í ákveðnum landshlutum og er háð því að nemendur sýni reglulega fram á neikvætt covid-19 próf. Verkefnahópur á vegum heilbrigðisyfirvalda hefur gert spálíkan þar sem reiknuð er út áætluð útbreiðsla faraldursins ef dregið verður úr takmörkunum þann 1. mars. Núgildandi takmarkanir eru í gildi til 28. febrúar en á morgun stendur til að kynna hvort og þá hvaða breytingar munu taka gildi um mánaðamótin. Búist er við að næstu skref verði byggð á ráðleggingum sérfræðinganna. Strangar reglur síðan fyrir jól Afar harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Danmörku frá því fyrir jól. Allir sem geta eiga helst að vinna heima, börn hafa ekki mátt mæta í skólann og allar verslanir sem ekki selja lyf eða mat hafa verið lokaðar frá því 25. desember. Barir og veitingastaðir hafa verið lokaðir lengur og sömu sögu er að segja um menningarstofnanir hvers kyns líkamsræktarstöðvar og íþróttaæfingar. Fjöldatakmarkanir miðast við að hámarki fimm manns sem mega koma saman. Þá er grímuskylda í öllum verslunum og opinberum byggingum sem þó eru opnar og sama á við um almenningssamgöngur. Eins eru í gildi gríðarlega strangar reglur á landamærum. Fyrr í þessum mánuði fengu þó yngstu börn grunnskóla að snúa aftur í skólann og leikskólar eru opnir. Tuttugu í stað fimm fái að stunda íþróttir utandyra Í kvöld birtu danskir fjölmiðlar fréttir upp úr tillögum sérfræðingahópsins, en tillögurnar eru að mörgu leyti svæðisbundnar og ná aðeins nokkrar þeirra til landsins alls. Þannig er lagt til að verslanir sem eru allt að fimm þúsund fermetrar fái að opna, með fjöldatakmörkunum þó. Á þetta til að mynda við um fataverslanir, bókabúðir og ýmsa sérvöruverslun, en þó nær þetta ekki til verslana innan verslunarmiðstöðva. Þá er lagt til að menningarstofnanir þar sem starfsemi er undir berum himni verði leyft að opna á nýjan leik. Tívolí í Kaupmannahöfn er ekki nefnt sérstaklega í tillögunum, en það er líklega sú menningarstofnun sem margir Danir og gestir Kaupmannahafnar bíða eftir að fá að heimsækja á nýjan leik. Grímuskylda er í almenningssamgöngum í Danmörku líkt og svo víða annars staðar í heiminum.Getty Þá er lagt til að tuttugu í einu fái að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf utandyra, en hingað til hafa ekki mátt fleiri en fimm koma saman í einu, hvort sem það er innan eða utandyra. Þá er það upptalið hvað varðar aðgerðir sem ná til landsins alls. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á almennum fjöldatakmörkunum. Fá að mæta aðra hvora viku Til viðbótar er lagt til að á Norður- og Vestur Jótlandi verði námsmönnum sem eru á útskriftarári heimilt að mæta aftur í skólann aðra hvora viku. Þeim sem hyggjast mæta aftur í skólann verður þó gert að fara í skimun fyrir covid-19 tvisvar sinnum í viku. Þá er lagt til að starfsemi framhaldsskóla geti hafist að fullu á ný samkvæmt sérstakri áætlun um sóttvarnir sem unnin hefur verið af landlæknisembættinu. Fari smituðum enn fækkandi í öðrum landshlutum kemur til greina að sömu ráðstafanir taki gildi á fleiri stöðum eftir tvær vikur, eða þann 15. mars. Miðað er við að enduropnun verði að fullu náð um landið allt eftir páskafrí, eða þann 5. apríl, ef staðan í faraldrinum leyfir. Öll grunnskólabörn fá að fara í skólann í Bornholm Í Bornholm er lagt til að enn frekari tilslakanir taki gildi en í öðrum landshlutum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að öll grunnskólabörn fái að mæta aftur í skólann og í raun að allar menntastofnanir allt upp í háskólastig fái að hefja staðnám að nýju. Mette Frederikssen forsætisráðherra heimsótti grunnskóla á höfðuborgarsvæðinu daginn sem yngstu börnin fengu að mæta aftur í skólann. Skólasystkini þeirra í efri bekkjum á Sjálandi fá þó ekki að mæta aftur í skólann alveg strax. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Þar er einnig gert ráð fyrir að fjöldatakmarkanir fari upp í tíu manns á meðan áfram gildir víðast hvar að mest fimm megi koma saman. Þessu fylja þó ákveðin skilyrði. Þannig er mælt með að allir fari í skimun einu sinni í viku auk þess sem krafa verður um neikvætt covid-próf til að fá að ferðast til og frá Bornholm með ferju eða flugvél. Þrátt fyrir þessar tillögur er gerður sá fyrirvari að ef eitthvað breytist í þróun faraldursins kunni að vera gripið til hertra aðgerða á nýjan leik, sem kunni að vera staðbundnar. Um 450 greindust með covid-19 síðasta sólarhring í Danmörku sem er aðeins um tíu prósent af því þegar mest lét í desember þegar fjöldi daglegra smita fór á tímabili yfir fjögur þúsund. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Verkefnahópur á vegum heilbrigðisyfirvalda hefur gert spálíkan þar sem reiknuð er út áætluð útbreiðsla faraldursins ef dregið verður úr takmörkunum þann 1. mars. Núgildandi takmarkanir eru í gildi til 28. febrúar en á morgun stendur til að kynna hvort og þá hvaða breytingar munu taka gildi um mánaðamótin. Búist er við að næstu skref verði byggð á ráðleggingum sérfræðinganna. Strangar reglur síðan fyrir jól Afar harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Danmörku frá því fyrir jól. Allir sem geta eiga helst að vinna heima, börn hafa ekki mátt mæta í skólann og allar verslanir sem ekki selja lyf eða mat hafa verið lokaðar frá því 25. desember. Barir og veitingastaðir hafa verið lokaðir lengur og sömu sögu er að segja um menningarstofnanir hvers kyns líkamsræktarstöðvar og íþróttaæfingar. Fjöldatakmarkanir miðast við að hámarki fimm manns sem mega koma saman. Þá er grímuskylda í öllum verslunum og opinberum byggingum sem þó eru opnar og sama á við um almenningssamgöngur. Eins eru í gildi gríðarlega strangar reglur á landamærum. Fyrr í þessum mánuði fengu þó yngstu börn grunnskóla að snúa aftur í skólann og leikskólar eru opnir. Tuttugu í stað fimm fái að stunda íþróttir utandyra Í kvöld birtu danskir fjölmiðlar fréttir upp úr tillögum sérfræðingahópsins, en tillögurnar eru að mörgu leyti svæðisbundnar og ná aðeins nokkrar þeirra til landsins alls. Þannig er lagt til að verslanir sem eru allt að fimm þúsund fermetrar fái að opna, með fjöldatakmörkunum þó. Á þetta til að mynda við um fataverslanir, bókabúðir og ýmsa sérvöruverslun, en þó nær þetta ekki til verslana innan verslunarmiðstöðva. Þá er lagt til að menningarstofnanir þar sem starfsemi er undir berum himni verði leyft að opna á nýjan leik. Tívolí í Kaupmannahöfn er ekki nefnt sérstaklega í tillögunum, en það er líklega sú menningarstofnun sem margir Danir og gestir Kaupmannahafnar bíða eftir að fá að heimsækja á nýjan leik. Grímuskylda er í almenningssamgöngum í Danmörku líkt og svo víða annars staðar í heiminum.Getty Þá er lagt til að tuttugu í einu fái að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf utandyra, en hingað til hafa ekki mátt fleiri en fimm koma saman í einu, hvort sem það er innan eða utandyra. Þá er það upptalið hvað varðar aðgerðir sem ná til landsins alls. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á almennum fjöldatakmörkunum. Fá að mæta aðra hvora viku Til viðbótar er lagt til að á Norður- og Vestur Jótlandi verði námsmönnum sem eru á útskriftarári heimilt að mæta aftur í skólann aðra hvora viku. Þeim sem hyggjast mæta aftur í skólann verður þó gert að fara í skimun fyrir covid-19 tvisvar sinnum í viku. Þá er lagt til að starfsemi framhaldsskóla geti hafist að fullu á ný samkvæmt sérstakri áætlun um sóttvarnir sem unnin hefur verið af landlæknisembættinu. Fari smituðum enn fækkandi í öðrum landshlutum kemur til greina að sömu ráðstafanir taki gildi á fleiri stöðum eftir tvær vikur, eða þann 15. mars. Miðað er við að enduropnun verði að fullu náð um landið allt eftir páskafrí, eða þann 5. apríl, ef staðan í faraldrinum leyfir. Öll grunnskólabörn fá að fara í skólann í Bornholm Í Bornholm er lagt til að enn frekari tilslakanir taki gildi en í öðrum landshlutum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að öll grunnskólabörn fái að mæta aftur í skólann og í raun að allar menntastofnanir allt upp í háskólastig fái að hefja staðnám að nýju. Mette Frederikssen forsætisráðherra heimsótti grunnskóla á höfðuborgarsvæðinu daginn sem yngstu börnin fengu að mæta aftur í skólann. Skólasystkini þeirra í efri bekkjum á Sjálandi fá þó ekki að mæta aftur í skólann alveg strax. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Þar er einnig gert ráð fyrir að fjöldatakmarkanir fari upp í tíu manns á meðan áfram gildir víðast hvar að mest fimm megi koma saman. Þessu fylja þó ákveðin skilyrði. Þannig er mælt með að allir fari í skimun einu sinni í viku auk þess sem krafa verður um neikvætt covid-próf til að fá að ferðast til og frá Bornholm með ferju eða flugvél. Þrátt fyrir þessar tillögur er gerður sá fyrirvari að ef eitthvað breytist í þróun faraldursins kunni að vera gripið til hertra aðgerða á nýjan leik, sem kunni að vera staðbundnar. Um 450 greindust með covid-19 síðasta sólarhring í Danmörku sem er aðeins um tíu prósent af því þegar mest lét í desember þegar fjöldi daglegra smita fór á tímabili yfir fjögur þúsund.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira