Segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2021 18:01 Filipe Luís segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Lionel Messi á sínum tíma. Honum tókst þó ágætlega til enda var bakvörðurinn andandi ofan í hálsmálið á Argentínumanninum frá upphafi til enda er þeir mættust. Vladimir Rys Photography/Getty Images Brasilíski bakvörðurinn Filipe Luís segir að það hafi verið ómögulegt að dekka Argentínumanninn Lionel Messi á sínum tíma. Hinn 35 ára gamli Luís var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi tíma sinn hjá Atlético Madrid og Chelsea ásamt því að ræða viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann gekk fyrst í raðir Atlético frá Deportivo La Coruña árið 2010. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2014 en sneri aftur ári síðar eftir að hafa lítið spilað í Lundúnum. Í viðtalinu ræðir bakvörðurinn hvernig það hafi verið að spila gegn Messi en þeir mættust nokkuð oft á tíma Luís á Spáni. „Einn daginn væri ég til í að spyrja Messi hvernig það var að spila gegn mér. Ég tók því alltaf sem mikilvægasta leik lífs míns vegna þess að hann var besti leikmaður sem ég hafði séð spila. Messi var með ákveðinn hlut í leik sínum sem var mjög mikilvægur, ég komst að því þar sem ég fylgdist mikið með honum,“ sagði Luís sem spilar í dag með Flamengo í heimalandinu. „Ég horfði á hvert einasta skipti sem hann snerti boltann, ég spólaði til baka og horfði aftur, spólaði til baka og horfði aftur. Þá komst ég að því, Messi er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera fyrir fram. Hann horfði á varnarmennina og ákvað í kjölfarið hvert hann myndi fara.“ This analysis... https://t.co/Ooz0RCvThQ— Sid Lowe (@sidlowe) February 23, 2021 „Fyrst reyndi ég að koma í veg fyrir að hann fengi boltann. Þegar hann fékk boltann með bakið í mig þá fór ég í hann eða boltann. Af því hann er svo sterkur og neitar að fara niður í leit að aukaspyrnum þá færðu ekki dæmdar á þig aukaspyrnur. Hann fær boltann í fætur og kemst einn á einn gegn þér þá er ómögulegt að stöðva hann. Það var allavega þannig þá, kannski er það öðruvísi í dag.“ Af hverju var ómögulegt að ná boltanum af Messi? „Af því hann var aldrei búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Ég þóttist fara í tæklingu þeim megin sem ég vildi ekki að hann myndi fara. Ég reyndi venjulega að þvinga hann til vinstri þar sem ég fór í tæklingu og náði annað hvort boltanum eða honum. Ef ég náði honum ekki þá kom hjálparvörn, tveir á mótu einum.“ „Það voru leikir þar sem ég fór of langt og var rekinn út af. Hann sagði aldrei neitt, ég held honum hafi líkað við áskorun af þessu tagi. Bestu leikirnir mínir voru alltaf gegn Messi. Hann átti leiki þar sem hann snerti ekki boltann, ég leyfði honum það ekki. Ég elti hann út um allt, hann gat flakkað á milli kanta en alltaf elti ég hann,“ sagði bakvörðurinn öflugi að lokum. Leikur Atlético Madrid og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00 Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06 Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Luís var í ítarlegu viðtali á dögunum þar sem hann ræddi tíma sinn hjá Atlético Madrid og Chelsea ásamt því að ræða viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann gekk fyrst í raðir Atlético frá Deportivo La Coruña árið 2010. Þaðan fór hann til Chelsea árið 2014 en sneri aftur ári síðar eftir að hafa lítið spilað í Lundúnum. Í viðtalinu ræðir bakvörðurinn hvernig það hafi verið að spila gegn Messi en þeir mættust nokkuð oft á tíma Luís á Spáni. „Einn daginn væri ég til í að spyrja Messi hvernig það var að spila gegn mér. Ég tók því alltaf sem mikilvægasta leik lífs míns vegna þess að hann var besti leikmaður sem ég hafði séð spila. Messi var með ákveðinn hlut í leik sínum sem var mjög mikilvægur, ég komst að því þar sem ég fylgdist mikið með honum,“ sagði Luís sem spilar í dag með Flamengo í heimalandinu. „Ég horfði á hvert einasta skipti sem hann snerti boltann, ég spólaði til baka og horfði aftur, spólaði til baka og horfði aftur. Þá komst ég að því, Messi er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera fyrir fram. Hann horfði á varnarmennina og ákvað í kjölfarið hvert hann myndi fara.“ This analysis... https://t.co/Ooz0RCvThQ— Sid Lowe (@sidlowe) February 23, 2021 „Fyrst reyndi ég að koma í veg fyrir að hann fengi boltann. Þegar hann fékk boltann með bakið í mig þá fór ég í hann eða boltann. Af því hann er svo sterkur og neitar að fara niður í leit að aukaspyrnum þá færðu ekki dæmdar á þig aukaspyrnur. Hann fær boltann í fætur og kemst einn á einn gegn þér þá er ómögulegt að stöðva hann. Það var allavega þannig þá, kannski er það öðruvísi í dag.“ Af hverju var ómögulegt að ná boltanum af Messi? „Af því hann var aldrei búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Ég þóttist fara í tæklingu þeim megin sem ég vildi ekki að hann myndi fara. Ég reyndi venjulega að þvinga hann til vinstri þar sem ég fór í tæklingu og náði annað hvort boltanum eða honum. Ef ég náði honum ekki þá kom hjálparvörn, tveir á mótu einum.“ „Það voru leikir þar sem ég fór of langt og var rekinn út af. Hann sagði aldrei neitt, ég held honum hafi líkað við áskorun af þessu tagi. Bestu leikirnir mínir voru alltaf gegn Messi. Hann átti leiki þar sem hann snerti ekki boltann, ég leyfði honum það ekki. Ég elti hann út um allt, hann gat flakkað á milli kanta en alltaf elti ég hann,“ sagði bakvörðurinn öflugi að lokum. Leikur Atlético Madrid og Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00 Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06 Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. 23. febrúar 2021 07:00
Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. 23. febrúar 2021 12:06
Atletico tapaði á heimavelli og nú er forskotið bara sex stig Atletico Madrid tapaði 2-0 fyrir Levante á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er aðeins að fatast flugið á toppnum. 20. febrúar 2021 17:11