Þetta þarf ekki að vera svona flókið! Daði Geir Samúelsson skrifar 24. febrúar 2021 09:00 Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar