Lítið sé hægt að segja til um framhaldið. Nú hafi yfir tíu jarðskjálftar, sem hafa verið yfir fjórir að stærð, mælst á svæðinu. Sá stærsti mældist 5,7. Upptök skjálftanna hafa verið á nokkrum stöðum en samt innan svæðisins frá Kleifarvatni að Sýlingafelli.
Kristín segir engar fregnir enn hafa borist af skemmdum og ekkert sem bendi til að gosórói sé að myndast. Hún segir jarðskjálftavirknina líklega þá mestu sem verið hefur á svæðinu frá því mælingar hófust þegar horft er til fjölda skjálfta á skömmum tíma. Á meðan óstöðugleiki sé í gangi á svæðinu geti verið von á fleiri skjálftum sem finnast í byggð. Vegna þessa hvetur hún alla til að huga að innanstokksmunum.