Krafan verður gerð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegið. Til þessa hefur héraðsdómur fallist á kröfur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald. Einhverjir úrskurðanna hafa verjendur mannanna kært til Landsréttar sem staðfest hefur úrskurðinn.
Lögregla hefur haldið þétt að sér spilunum varðandi rannsókn sína á málinu. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni hefur þó sagt sönnunargögn í málinu sterk og að lögregla hafi náð til þeirra sem þeir telji tengjast málinu.