Svipmyndir úr leikjunum, sem og 111-106 sigri Denver Nuggets á Portland Trail Blazers, má sjá hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum leikjanna níu í nótt.
Nikola Jokic var senuþjófurinn í sigri Denver en hann skoraði 41 stig í leiknum.
Doncic skoraði 31 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar í sigrinum á Boston, þar sem hann tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu úr erfiðri stöðu á lokasekúndunni.
James Harden var svo með þrefalda tvennu, eða svokallaða þrennu, í sjötta sigri Brooklyn í röð. Harden skoraði 29 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.