Um fimmtíu þorp og bæir án ljósleiðaratengingar Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2021 19:20 Með því að bjóða út aðgang að tveimur leiðurum í ljósleiðarakapli Atlantshafsbandalagsins á að stuðla að samkeppni á grunnnetinu sem leiði til þess að þrettán þúsund heimili á landsbyggðinni sem ekki hafa ljósleiðaratenginu fái hana. Um fimmtíu þorp og bæir á Íslandi eru enn án ljósleiðaratengingar. Nefnd á vegum utanríkisráðherra leggur til að tveir af þremur þráðum í grunnljósleiðara Atlantshafsbandalagsins verði boðnir út til að auka samkeppni í grunnetinu. Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson. Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum lagði Atlantshafsbandalagið ljósleiðarakapal með átta strengjum hringinn í kringum landið vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og bandalagsins. NATO nýtir tvo strengi, Míla hefur fimm til umráða og Vodafone hefur leigt einn eftir útboð til tíu ára sem var framlengt um eitt ár og rennur út á þessu ári. Starfshópur á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra leggur til að samráð verði haft við NATO um útboð á tveimur strengjum kapalsins á þessu ári. Það muni auka samkeppni á grunnnetinu sem sveitabæjir og byggðarlög tengi sig inn á. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að útleiga á einum ljósleiðaraþræði NATO til viðbótar auki samkeppni á grunnnetinu.Stöð 2/Arnar „Það þýðir að þá er líklegra að þau svæði sem ekki eru með góðar ljósleiðaratengingar núna fái betri tengingar. Það er svo sannarlega þörf á því á til dæmis ýmsum þéttbýlisstöðum um landið,“ segir Guðlaugur Þór. Frá því NATO lagði grunnkapalinn hefur mikil þróun átt sér stað og ýmsir aðilar lagt ljósleiðara um landið eins og sést á dökkbláu línunum á meðfylgjandi mynd. Ljósbláu línurnar sýna síðan ljósleiðara sem sveitarfélög eru að leggja og klárast vonandi á þessu ári að sögn Haraldar Benediktssonar formanns starfshóps ráðherra. Rauðu línurnar sýna svo svæði sem starfshópurinn segir nauðsynlegt að brúa ef opna eigin nýjan landshring fjarskipta. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksiins leiddi starfshóp utanríkisráðherra um ljósleiðaramál.Stöð 2/Arnar Sveitabæir landsins eru flestir orðnir vel settir eftir átak stjórnvalda undanfarin ár. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru þó enn án tenginga. „Við viljum alla vega gera tilraun til að efla samkeppnina til að menn sæki fram til að tengja þessi heimili. Já, þetta eru um fimmtíu byggðarlög sem hafa litla eða enga uppbyggingu á sviði ljósleiðara. Það er næsta verkefni okkar í fjarskiptamálum,“segir Haraldur Benediktsson.
Fjarskipti NATO Byggðamál Tengdar fréttir Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47 Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ljósleiðarar hvergi betur nýttir í Evrópu 65,9% íslenskra heimila nýta sér ljósleiðara, er hlutfallið það hæsta í Evrópu 23. apríl 2020 14:47
Öruggir innviðir samfélagsins Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. 15. desember 2019 13:38