Höfuðborgarbúar um jarðskjálftann: „Svolítið eins og þú sért á sjó“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 19:30 Ari Posecco, matreiðslumaður í Turninum á Smáratorgi. vísir/Sigurjón Að finna fyrir jarðskjálfta á efstu hæðum Turnsins í Kópavogi jafnast á við að vera úti á sjó, að sögn matreiðslumanns. Fólk sem fann fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu er sammála um að upplifunin sé verulega óþægileg. Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira
Þrátt fyrir að skjálftarnir hafi verið harðastir á Reykjanesi var höggið nokkuð þungt á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem starfa í Turninum á Smáratorgi sögðu bygginguna hafa vaggað til og frá. Einhverjir fóru heim - en þó ekki matreiðslumaðurinn á nítjándu hæð sem var inni á lager að sækja sykur þegar stærsti skjálftinn reið yfir. „Það bara hristist allt. Þetta er svolítið magnað af því hérna uppi finnur maður miklu meira fyrir þessu og það hreyfist öðruvísi en þegar þú ert niðri. Þú verður svolítið svona eins og þú sért á sjó eftir þetta og ert svona valtur,“ segir Ari Posocco, matreiðslumaður í Turninum. Starfsfólk í Turninum segir bygginguna hafa vaggað til og frá.vísir/Sigurjón Víða féllu hlutir úr hillum eða færðust til í verslunum, líkt og í Fjarðarkaup. „Manni bregður og þegar maður sér allt hristast áttar maður sig á því að þetta var jarðskjálfti,“ segir Ólöf Baldursdóttir, starfsmaður Fjarðarkaupa. Hún segist hafa orðið vör við hristing í hillum. „Já, þetta var svona pínu að færast til í hillunum en ekkert mjög mikið.“ Skjálftinn fannst vel í Hafnarfirði og Kristín Sigurðardóttir, sem var að útbúa sér morgunmat, þegar hann reið yfir segist varla hafa upplifað annað eins. „Ég hugsaði bara, hvað er að gerast. Það fór allt af stað og hringlaði hérna í húsinu. Svo þegar það kom annar stóð mér ekki á sama og fór hérna inn í mitt húsið og heyrði bara að það var allt að detta einhvers staðar. Það skemmdist einn hlutur af öllu sem datt hjá mér,“ segir Kristín. Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla í Hafnarfirði.vísir/Sigurjón Það var starfsdagur í skólum í Hafnarfirði í dag en skólastjóri segir að kennurum hafi verið brugðið. „Rúðurnar gengu til og frá og við reyndum að finna bita til að standa undir þegar þessir lengstu skjálftar voru,“ segir Dögg Gunnarsdóttir, skólastjóri í Lækjarskóla, og bætir við að það hafi verið nokkuð óþægilegt til þess að hugsa að nemdendur væru jafnvel einir heima á starfsdegi. „Einhverjir starfsmenn fóru heim en þeir sem voru eftir þeir eru bara saman inni og eru bara saman í hópum af því þetta fór misvel í fólk,“ segir Dögg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Kópavogur Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Innlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Sjá meira