Þriggja ára dómur fyrir nauðgun á kvennasalerni í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2021 10:46 Brotið átti sér stað í Reykjavík í febrúar 2019. Vísir/Vilhelm Reebar Abdi Mohammed, 34 ára karlmaður frá Kúrdistan sem látið hefur að sér kveða í starfi Pírata, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalernisbás skemmtistaðar í Reykjavík í febrúar 2019. Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Á meðan á öllu stóð greip hann um hár hennar en hún reyndi ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Hlaut hún sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Konan var trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar að sögn héraðsdóms. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Uppfært klukkan 13:11 Píratar vilja koma því á framfæri að þeir hafi fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum í dag. Hinn sakfelldi hafi ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Reebar var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung og nýta sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar og þess að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Lýsti hún því að Reebar hefði komið að henni þar sem hún stóð fyrir framan kvennasalerni skemmtistaðarins, kysst hana og leitt inn á salerni og þar inn á salernisbás. Þar hefði hann lagt hönd sína á ber kynfæri hennar, dregið niður um hana buxurnar, stungið fingrum í leggöng og síðan þvingað eða reynt að þvinga lim sínum í leggöng hennar. Í framhaldinu hafi hann reynt að láta hana hafa við sig munnmök en þá hafi hún komist undan honum. Á meðan á öllu stóð greip hann um hár hennar en hún reyndi ítrekað með orðum og athöfnum að fá Reebar til að láta af háttsemi sinna. Hlaut hún sprungu ofan sníps, roða, sár og mar á hymen og sprungu á spöng. Reebar neitaði sök en viðurkenndi hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa hitt konuna á skemmtistaðnum. Hans frásögn var á þá leið að hún hefði beðið hann um að hafa við sig samræði á salerninu. Hann hefði ekki verið með smokk og því ekki viljað það. Hann hefði veitt henni munnmök auk þess að koma við brjóst hennar og stinga fingri í leggöng. Hún hefði sjálf afklæðst inni á salerninu. Reebar sagði endurtekið hjá lögreglu að hann hefði fyrst hitt konuna á dansgólfinu og konan hefði leitað til hans. Myndskeið úr eftirlitsmyndakerfi staðarins staðfestu ekki þessa frásögn. Fyrir dómi var framburður hans öðruvísi og sagðist hafa hitt konuna við salernin. Framburður hans um að hafa aðeins stungið fingrum inn í leggöng konunnar samræmdust illa þeim áverkum sem fundust á henni. Konan var trúverðug í framburði sínum og innbyrðis samræmi var í frásögn hennar að sögn héraðsdóms. Hún lýsti því hvernig hún hefði reynt að klemma saman læri sín til að varna því að henni yrði nauðgað. Læknisvottorð og skoðun læknis á Neyðarmóttöku studdu frásögn hennar. Áverka sem þar var að finna kæmu ekki fram við venjulegar samfarir. Þá var túrtappi í leggöngum konunnar en konan lýsti því að hún hefði verið á blæðingum. Þá studdu frásagnir vinar konunnar, öryggisvarðar á skemmtistaðnum, lögreglumanna, læknis og hjúkrunarfræðings á Neyðarmóttöku frásögn konunnar. Þau báru öll um mikið uppnám konunnar umrædda nótt þar sem hún hefði grátið mikið. Dómurinn taldi sannað að Reebar hefði brotið á konunni og dæmdi hann til þriggja ára fangelsisvistar. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að hann eigi sér engar málsbætur. Hann hafi rekist með freklegum hætti gegn kynfrelsi. Farið var fram á fimm milljónir króna í miskabætur til konunnar en henni voru dæmdar þrjár milljónir króna í bætur. Reebar var haustið 2018 kjörinn áheyrnarfulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins á Selfossi. Í frétt Eyjunnar, þar sem vísað var í tilkynningu frá Pírötum, kom fram að Reebar væri hælisleitandi frá Kúrdistan sem hefði verið virkur í starfi Pírata. Lögum samkvæmt gæti hann ekki tekið stöðu í framkvæmdaráði flokksins. Lögð var fram tillaga um að gera hann að áheyrnarfulltrúa og var tillagan samþykkt með rífandi lófataki. Uppfært klukkan 13:11 Píratar vilja koma því á framfæri að þeir hafi fyrst heyrt af þessu máli í fjölmiðlum í dag. Hinn sakfelldi hafi ekki haft neina aðkomu að starfi Pírata í u.þ.b. tvö ár.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira