Leysum nýjan vanda með nýjum lausnum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Jónína Riedel skrifa 26. febrúar 2021 08:00 Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að vilja grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsvánni, taka hamfarahlýnun alvarlega og vera á sama tíma fylgjandi hergagnaframleiðslu og uppbyggingu herja. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ísland er aðili að hernaðarbandalagi. Í svarthvítum heimi kalda stríðsins þótti mikilvægt að taka afstöðu með öðrum deiluaðilanum og nýyfirlýstu ævarandi hlut- og herleysi landsins var kastað fyrir róða fyrir þá aðild. Kalda stríðinu er lokið, sem betur fer, og allt aðrar ógnir steðja að okkur í dag en 30. mars 1949, þegar Ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu, að þjóðinni forspurði. Loftslagsváin er helsta ógnin sem steðjar að heiminum. Æ fleiri hafa opnað augun fyrir því að loftslagsmál eru alltumlykjandi. Óheft hamfarahlýnun mun gera jörðina óbyggilega og þá skiptir engu hvar í flokk lönd skipuðu sér í kalda stríðinu. Hergagnaiðnaðurinn er mengandi iðnaður. Framleiðsla vopna og stórhættulegs sprengiefnis hefur gríðarlegt kolefnisspor í för með sér og heræfingar, ágangur herja og notkun vopna eykur á hamfarahlýnunina. Herir, vopn og tól eru allt mengandi fyrirbæri. Það þarf ekki að leita langt yfir skammt eftir sönnun á því. Blýmengun á Reykjanesi hefur fært okkur nær veruleika sem ætti að vera okkur fjarri; möguleikum á vatnsmengun. Þá er viðskilnaður hersins á Heiðarfjalli á Langanesi slíkur að landeigendur geta ekki stundað eðlilega starfsemi á jörðum sínum. Ógnin sem að heiminum steðjar með loftslagsbreytingum og hækkandi hitastigi sjávar eru mannlegar afleiðingar mengunar. Þetta á sérstaklega við á norðurslóðum þar sem viðkvæm náttúran hefur verið laus við ágang mannanna. Nútímavæðing sjóherja og vígvæðing norðurslóða skapar áður óþekkta umhverfishættu fyrir brothætt lífríki sjávar í norðri. Rostungar, selir, náhvalir, hvalir og hvítabirnir eru nokkrar af þeim tegundum sem eru í útrýmingarhættu og er enn fremur ógnað af iðn- og vígvæðingu norðurslóða. Norðurslóðir á að friða fyrir umferð kjarnorkuvopna og allri hernaðaruppbyggingu. Ísland á að skrifa undir sáttmála SÞ um bann við kjarnorkuvopnum og vinna að samstöðu um það á meðal þjóða heims. Loftslagsmál eru öryggismál, eins og sjá má á samþykktri þjóðaröryggisstefnu Íslands þar sem segir að taka verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Stríð menga ekki bara, þau rústa þeim innviðum sem eru nauðsynlegir til að takast á við farsóttir og hvers kyns óáran. Vera Íslands í NATÓ skuldbindur ríkið til að leyfa heræfingar með tilheyrandi mengun. Brennsla herþotueldsneytis eykur á loftslagsvána og ekki hafa fengist upplýsingar um mengun af henni þegar að er spurt. Íslendingar eiga með öllum sínum gerðum og stefnum að vinna gegn útblæstri, draga úr losun. Heræfingar stangast á við það, þar er verið að horfa á ógnir eftir gamaldags hugmyndum um stríðsmálaða erlenda hermenn. Ógnin er loftslagsváin. Heræfingar auka við hana og auka því við ógnina. Opnum augun fyrir því að hernaðaruppbygging á ekki heima í veröld sem berst gegn loftslagsvánni. Lyftum höfði okkar upp fyrir brúnir hins úrelta asks kalda stríðsins sem allt of mörg láta enn takmarka sína heimsmynd. Tökumst á við ný vandamál með nýjum lausnum, ekki gamaldsags hernaðarhyggju. Meinum það sem við segjum þegar við berjumst gegn loftslagsvá og berjumst líka gegn herhyggjunni. Þar með talið veru Íslands í hernaðarbandalaginu. Ísland úr NATÓ. Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna.Jónína Riedel situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun