Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 14:27 Símon hefur verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 2004 og dómstjóri frá árinu 2017. Samsett Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en fram kom á mánudag að Símon hafi verið metinn hæfastur að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Var með 99,4 prósent sakfellingarhlutfall Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Símon hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og jafnframt lagt stund á nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og Penn State háskóla í Bandaríkjunum. Fram til ársins 1998, er Símon var skipaður skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, starfaði hann meðal annars sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Símon sinnti starfi skrifstofustjóra Hæstaréttar allt til ársins 2004 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en því embætti hefur hann gegnt síðan, þar af sem dómstjóri frá árinu 2017. Að auki hefur Símon sinnt fræðastörfum og kennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Af öðrum störfum Símonar má nefna formennsku í dómstólaráði 2006-2017, setu í refsiréttarnefnd frá árinu 2007 auk þess sem hann hefur margoft tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti Íslands. Fjallað var um Símon í fréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að hann hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í við Hérðaðsdóm Reykjavíkur. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en fram kom á mánudag að Símon hafi verið metinn hæfastur að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Var með 99,4 prósent sakfellingarhlutfall Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Símon hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og jafnframt lagt stund á nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og Penn State háskóla í Bandaríkjunum. Fram til ársins 1998, er Símon var skipaður skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, starfaði hann meðal annars sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Símon sinnti starfi skrifstofustjóra Hæstaréttar allt til ársins 2004 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en því embætti hefur hann gegnt síðan, þar af sem dómstjóri frá árinu 2017. Að auki hefur Símon sinnt fræðastörfum og kennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Af öðrum störfum Símonar má nefna formennsku í dómstólaráði 2006-2017, setu í refsiréttarnefnd frá árinu 2007 auk þess sem hann hefur margoft tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti Íslands. Fjallað var um Símon í fréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að hann hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í við Hérðaðsdóm Reykjavíkur. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent.
Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21