Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:04 Almennir borgara verða einna helst varir við starfsemi hópanna sem fórnarlömb svika, innbrota og þjófnaða. Vísir/Vilhelm Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti. Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti.
Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira