Innlent

Við­skipta­lífið, stjórn­málin og heil­brigðis­kerfið á Sprengi­sandi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi.

Fyrsti gestur Kristjáns er Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Hann var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og forstjóri Origo. Í þættinum fer hann um víðan völl og ræðir meðal annars framtíð verslunar, samkeppni og fleira til.

Þá munu þær Oddný Harðardóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingiskonur ræða pólitíkina, atvinnuástandið á Suðurnesjum og símtal dómsmálaráðherra í lögreglustjórann að morgni aðfangadags.

Því næst verður horft á heilbrigðiskerfið frá ólíkum hliðum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, mætir í stúdíó og ræðir meðal annars um nýja McKinsey-skýrslu sem ber saman Landspítalann og sænska spítala.

Þá munu þau Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna stuðningsfélags, og Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri sama félags, loka þættinum. Hvernig lítur heilbrigðiskerfið út með augum barna með sjaldgæfa sjúkdóma? Hvernig er að eiga við ólíka arma hins opinbera þegar þörf fyrir þjónustu er mikil? Það hefur lítið batnað á mörgum árum segir Guðmundur, af langri reynslu.

Þáttinn má heyra bæði á Bylgjunni og í spilaranum hér að ofan. Þá er minnt á hádegisfréttir Bylgjunnar að Sprengisandi loknum, í beinni útsendingu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×