Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 28. febrúar 2021 17:37 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/vilhelm Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31
Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09