Jóna Þórey kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:35 Jóna Þórey Pétursdóttir, nýkjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Aðsend/Ari Páll Karlsson Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga en hún var tilnefnd fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna. Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira