Jóna Þórey kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ á sviði mannréttinda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 20:35 Jóna Þórey Pétursdóttir, nýkjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Aðsend/Ari Páll Karlsson Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin nýr ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landssambands ungmennafélaga en hún var tilnefnd fyrir hönd Ungra jafnaðarmanna. Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna. Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sem ungmennafulltrúi Íslands mun Jóna Þórey sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi. Jóna segir í samtali við fréttastofu að hún fari auðmjúk inn í þetta hlutverk. „Á tímum þar sem öfgaöfl gera atlögu að lýðræðinu þarf að standa vörð um mannréttindi. Fulltrúar Íslands geta verið leiðandi og hvetjandi fyrir alþjóðasamfélagið en þurfa líka að þora að segja hlutina eins og þeir eru, það er enn langt í land þegar kemur að kynjajafnrétti, viðunandi lífsskilyrðum fólks og áfram mætti telja,“ segir Jóna. Jóna Þórey er forseti Rannveigar – Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hefur hún gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Jóna var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands árin 2019-2020 og barðist hún þar meðal annars fyrir mannúðlegra háskólasamfélagi og mótmælti tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum og börnum á flótta í samstarfi við No Borders Iceland að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jóna kom einnig að skipulagningu jafnréttisþings forsætisráðuneytisins árið 2020 og tók þátt í pallborði á Women Political Leaders Forum. Þá sótti hún loftslagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna 2019. Jóna hlaut nýverið inngöngu í meistaranám í mannréttindalögfræði (e. Human Rights Law) við háskólann í Edinborg og mun hún þar sérhæfa sig enn frekar í greininni og loftslagsréttlæti. „Loftslagsváin er ein helsta ógn samtímans við mannréttindi, hún bitnar frekar á konum, minnihlutahópum og þeim sem hafa minnst losað af gróðurhúsalofttegundum. Sem fulltrúi ungs fólks og framtíðarkynslóða á allsherjarþinginu mun ég meðal annars leggja áherslu á það á þinginu,“ segir Jóna.
Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira