„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:42 Jónína Margrét ákvað hefja heimakennslu vegna einkenna tólf ára dóttur hennar sem rakin eru til myglu. Stelpan hafði verið orkulaus og verkjuð um nokkurt skeið. Núna er hún hins vegar heilsuhraust og farin að stunda íþróttir aftur. Vísir/Arnar Halldórsson Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. Starfsfólk og nemendur í Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Í framhaldinu voru tekin sýni og í ljós kom að skólinn var verr farinn af myglu en áður hafði verið talið. Foreldrar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja traustið brostið. Farið er fram á að fundin verði varanleg lausn og að rót vandans verði áfram leitað. Þá vilja þeir verið upplýstir um gang mála sem hafi hingað til ekki verið gert. Fá engar upplýsingar Jónína Margrét Sigurðardóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla, vísar til svartrar skýrslu um stöðuna í skólanum þar sem fram kemur að varasamar sveppategundir hafi fundist. Skýrslan var gefin út í desember en birt síðastliðinn föstudag. „Núna nýverið hafa fulltrúar borgarinnar, Skúli Helgason og Helgi Grímsson, komið í fréttum og talað um að þeir vilji hafa gott samtal og samstarf á milli borgarinnar og foreldra. En svo bara strax á föstudaginn er það rofið. Þá kom í rauninni fram þessar niðurstöður úr síðustu skýrslu og við foreldrar höfum enn ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni um það,“ segir Jónína. Mygla greindist í Fossvogsskóla í byrjun árs 2019. Farið hefur verið í miklar framkvæmdir sem hafa kostað í kringum 500 milljónir. Myglan er hins vegar enn að greinast. Vísir/Vilhelm Barnið komið í heimakennslu Jónína segir að foreldrar hafi ítrekað kallað eftir viðbrögðum. „Í lengri tíma var ekki tekið mark á okkur, það var ekki hlustað. Mín tilfinning er sú að fólki sé bara sama.“ Sjálf vill hún ekki senda dóttur sína í skólann en hún fær félagsskapinn úti í frímínútum og annars staðar en inni í skólabyggingunni. „Dóttir mín fer ekki í skólann. Þetta er á aðra viku sem hún fer ekki í skólahúsnæðið. Hún fer í frímínútur og leikfimi og sund,“ segir hún. „Hún hefur fengið rosaleg höfuðverkjaköst, ég þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún kastaði upp af verkjum, það hefur liðið yfir hana hérna heima af verkjum. Hún liggur í sófanum mikið algjörlega uppgefin af heilaþoku og fær verki í alla útlimi. Svona sem dæmi,“ segir Jónína, en fram að því hafði dóttir hennar verið heilsuhraust. Dóttir hennar er nú loks að jafna sig, eftir að hafa ekki mætt í skólann í um hálfan mánuð, að sögn Jónínu. „Hún hefur núna orku til að leika sér, vera með vinum sínum. Vera hún.“ Rætt var við Jónínu Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir neðan. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Starfsfólk og nemendur í Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Í framhaldinu voru tekin sýni og í ljós kom að skólinn var verr farinn af myglu en áður hafði verið talið. Foreldrar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja traustið brostið. Farið er fram á að fundin verði varanleg lausn og að rót vandans verði áfram leitað. Þá vilja þeir verið upplýstir um gang mála sem hafi hingað til ekki verið gert. Fá engar upplýsingar Jónína Margrét Sigurðardóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla, vísar til svartrar skýrslu um stöðuna í skólanum þar sem fram kemur að varasamar sveppategundir hafi fundist. Skýrslan var gefin út í desember en birt síðastliðinn föstudag. „Núna nýverið hafa fulltrúar borgarinnar, Skúli Helgason og Helgi Grímsson, komið í fréttum og talað um að þeir vilji hafa gott samtal og samstarf á milli borgarinnar og foreldra. En svo bara strax á föstudaginn er það rofið. Þá kom í rauninni fram þessar niðurstöður úr síðustu skýrslu og við foreldrar höfum enn ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni um það,“ segir Jónína. Mygla greindist í Fossvogsskóla í byrjun árs 2019. Farið hefur verið í miklar framkvæmdir sem hafa kostað í kringum 500 milljónir. Myglan er hins vegar enn að greinast. Vísir/Vilhelm Barnið komið í heimakennslu Jónína segir að foreldrar hafi ítrekað kallað eftir viðbrögðum. „Í lengri tíma var ekki tekið mark á okkur, það var ekki hlustað. Mín tilfinning er sú að fólki sé bara sama.“ Sjálf vill hún ekki senda dóttur sína í skólann en hún fær félagsskapinn úti í frímínútum og annars staðar en inni í skólabyggingunni. „Dóttir mín fer ekki í skólann. Þetta er á aðra viku sem hún fer ekki í skólahúsnæðið. Hún fer í frímínútur og leikfimi og sund,“ segir hún. „Hún hefur fengið rosaleg höfuðverkjaköst, ég þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún kastaði upp af verkjum, það hefur liðið yfir hana hérna heima af verkjum. Hún liggur í sófanum mikið algjörlega uppgefin af heilaþoku og fær verki í alla útlimi. Svona sem dæmi,“ segir Jónína, en fram að því hafði dóttir hennar verið heilsuhraust. Dóttir hennar er nú loks að jafna sig, eftir að hafa ekki mætt í skólann í um hálfan mánuð, að sögn Jónínu. „Hún hefur núna orku til að leika sér, vera með vinum sínum. Vera hún.“ Rætt var við Jónínu Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir neðan.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15