Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í tilkynningu að farbannið gildi til þriðjudagsins 30. mars. Krafan sé gerð á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Fimm karlmenn, allir af erlendu bergi brotnir, eru enn í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar og fjórir hafa verið úrskurðaðir í farbann. Lögregla segir ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.