NBA dagsins: Nikola Jokic komst í fámennan hóp með Wilt Chamberlain Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 15:00 Nikola Jokic er búinn að bæta sig mikið og er að spila frábærlega með liði Denver Nuggets á þessu tímabili. Getty/Will Newton Það er orðið ljóst að Nikola Jokic, miðherji Denver Nuggets, ætlar að gera tilkall til þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar í ár. Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í nótt þegar hann var með þrennu á móti Milwaukee Bucks. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst. Þetta var níunda þrenna hans á tímabilinu en auk þess hefur hann verið einu frákasti eða einni stoðsendingu frá þrennunni í sex öðrum leikjum. Jokic náði um leið sinni fimmtugustu þrennu á NBA-ferlinum en aðeins einn annar miðherji hefur náð því og það er enginn annar en hinn magnaði Wilt Chamberlain sem var með 78 þrennur á sínum ferli. Aðeins Magic Johnson og Oscar Robertson voru líka fljótari en Jokic í fimmtíu þrennur á sínum ferlum af þeim sem hafa komist í þennan fimmtíu þrennu úrvalshóp leikmanna úr öllum leikstöðum. Klippa: NBA dagsins (frá 2. mars 2021) Nikola Jokic er að eiga sitt besta tímabil á NBA-ferlinum í stigum (27,1 í leik), fráköstum (11,0), stoðsendingu (8,5), þriggja stiga skotnýtingu (41,1%) og vítanýtingu (88,2%). „Hann er enn bara 25 ára gamall sem er magnað. Nikola er með fimmtíu þrennur en auki er hann með 20 leiki þar sem hann vantaði bara eitt frákast eða eina stoðsendingu í þrennuna. Það sýnir bara hversu stórkostlegur hann er. Þessi gæi verður aldrei orkulaus og aldrei þreyttur,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Jokic þurfti bara 23 skot til að skora þessi 37 stig en hann hitti úr 15 af 23 skotum. Eitt af því sem hann er bæta sig í er að troða boltanum í körfuna. Jokic tróð þrisvar í sigrinum á Bucks og er kominn með tuttugu troðslur á ferlinum. Hann hefur aldrei troðið oftar en 23 sinnum á einu tímabili. Það er því ekkert skrýtið að Michael Malone þjálfari hafi grínast með það senda hann í troðslukeppnina á Stjörnuleiknum sem verður um næstu helgi. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigri Denver Nuggets í nótt en einnig frá tapleikjum Los Angeles liðanna. Lakers tapaði á móti sjóðheitu liði Phoenix Suns og Boston Celtics vann Clippers. Svo fylgja tíu flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira