Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 21:54 Fimm loftgæðamælar eru á höfuðborgarsvæðinu sem geta mælt brennisteinsdíoxíðmengun. Aðeins einn mælir hefur verið á Reykjanesskaga en Umhverfisstofnun hefur nú komið fyrir búnaði í Vogum vegna möguleikans á eldgosi. Vísir/Vilhelm Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra. Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra.
Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira