„Þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta“ Atli Arason skrifar 3. mars 2021 23:10 Jón Halldór er oftast líflegur á hliðarlínunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, var ansi heitt í hamsi í viðtali eftir tapið gegn Haukum í framlengdum leik Dominos deildinni í kvöld. Jón var langt frá því að vera sáttur með dómgæsluna í kvöld og lét KKÍ heyra það. „Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
„Mér þætti ofsalega vænt um að dómaranefnd KKÍ myndi bera meiri virðingu fyrir kvennaboltanum heldur en þetta. Að setja tvo óvana dómara með Davíð á þennan leik er ekki gott fyrir þá né leikinn, það er bara ósköp einfalt mál. Bæði ég og þjálfari Hauka vorum ósáttir við dómgæsluna á löngum köflum í þessum leik, það réði ekkert úrslitunum í þessum leik en það voru tveir mjög, mjög vafasamir dómar, sem þeir þorðu ekki að dæma. Bæði í lok venjulegs leiktíma og í ákeyrslu Emelíu í restina, þeir þorðu ekki að dæma á það. Ef það hefðu verið þrír alvöru dómarar eins og hefði verið í karlaboltanum, á svona stórum leik, þá hefði þetta verið tekið fyrir,“ svaraði Jón Halldór aðspurður um dómgæsluna í leiknum. Keflavíkur liðið var ólíkt sjálfu sér í fyrri hálfleik í kvöld. Þær töpuðu tveimur fyrstu leikhlutunum í kvöld gegn spræku liði Hauka. Það var allt annað Keflavíkurlið sem kom út í seinni hálfleik en aðspurður sagði Jón að hann hafi ekki þurft að peppa sínar stelpur neitt sérstaklega inn í klefa í hálfleik. „Ég sagði ekki neitt. Þetta er ungt lið og við erum að reyna að móta flottan kjarna af leikmönnum og það gengur ótrúlega vel. Við erum að spila við lið sem er all-in í að vinna titilinn. Þær voru að bæta við sig einum af tveimur bestu leikmönnum Íslands í liðið sitt. Ég tek bara hatt minn ofan fyrir mínum stelpum. Ég sagði ekki neitt við þær í hálfleik, þær vita alveg hvað þær geta og ég veit alveg hvað þær geta. Stundum þurfum við bara að lenda á svona hálfleik til að vita hvar við stöndum og það gerðist í dag en við sýndum frábæran karakter í seinni.“ Keflavík var grátlega nálægt því að fá eitthvað út úr þessum leik og viðhalda 100% árangri sínum á tímabilinu. Þær fengu lokaskotið í bæði venjulegum leiktíma og í framlengingunni en það vildi ekki ofan í. Bæði skotin féllu í hendur Önnu Ingunnar sem var augljóslega niðurbrotin í leikslok þegar niðurstaðan varð ljós. „Ég er ánægður með stelpurnar mínar. Þær sýndu frábæran karakter hérna í dag. Þær komu okkur aftur inn í leikinn í seinni hálfleik eftir að við vörum daprar sóknarlega í fyrri hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af þeim. Þær sýna alvöru þor hérna í restina, það eru ekki allir sem hefðu þorað að taka þetta skot sem Anna Ingunn tók í lokin. Ég er ekkert smá stoltur af henni,“ sagði Jón Halldór. Þetta var fyrsti heimaleikur Keflavíkur með áhorfendur í salnum og stemningin í kvöld var gífurleg. Jonni sendi að lokum sérstakar kveðjur til þeirra sem mættu. „Það er búið að vanta eitthvað, svona að vera ekki með áhorfendur en núna fáum við þá og það er bara yndislegt að fólkið okkar fái að njóta þessa frábæra liðs sem við erum með. Þetta eru ungar og ótrúlega sprækar stelpur. Þær eru lífsglaðar og leggja mikið á sig. Áhorfendurnir sýndu það í dag að þau eru 100% á bak við þetta lið. Þetta var frábært.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira