NBA dagsins: „Dame tími“ í nótt og Harden lék sér á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 15:30 Damian Lillard í leiknum með Portland Trail Blazers á móti Golden State Warriors í nótt. Getty/Abbie Parr/ Það voru þrennur af ýmsum gerðum í NBA deildinni í körfubolta í nótt og það þarf heldur ekki að koma á óvart að Damian Lillard hafa klárað enn einn leikinn fyrir Portland Trail Blazers. Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira