NBA dagsins: „Dame tími“ í nótt og Harden lék sér á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 15:30 Damian Lillard í leiknum með Portland Trail Blazers á móti Golden State Warriors í nótt. Getty/Abbie Parr/ Það voru þrennur af ýmsum gerðum í NBA deildinni í körfubolta í nótt og það þarf heldur ekki að koma á óvart að Damian Lillard hafa klárað enn einn leikinn fyrir Portland Trail Blazers. Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins. NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins.
NBA Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira