Óttaslegin í stóru blokkinni í Grindavík og vilja annað Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2021 14:05 Börn að leik og stóra blokkin í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Kristín María Birgisdóttir, upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri Grindavíkur, segist vita um pólska íbúa í stóru blokkinni í Grindavík sem vilja ekki búa þar lengur. Nú ríði á að upplýsa pólska samfélagið og von sé á sérfræðingum frá Veðurstofu til að svara spurningum sem brenni á þeim. Túlkur verði fenginn til að auðvelda fræðsluna. Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Skjálftahrinan á Suðurnesjum hófst fyrir rúmri viku með stórum skjálftum yfir fimm að stærð miðvikudaginn 24. febrúar. Í gær bárust fundust svo sterkar vísbendingar um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi og er töluverður viðbúnaður af þeim sökum. Fjölmargir Pólverjar búa í Grindavík, starfa margir hverjir í fiskvinnslu, og stendur ekki á sama varðandi þá náttúruvá sem fyrir höndum er. „Við erum svolítið að fara yfir þetta aftur, sem við gerðum í fyrra þegar landrisið var. Bjóða þeim að koma og vera með túlk. Svo þau geti spurt fagfólk. Nú var ég í sambandi við Veðurstofuna og sérfræðinga þar. Þeir ætla að reyna að koma til móts við okkur að senda hingað einhverja sem geta verið til svars og útskýringa. Það brenna örugglega margar spurningar á þeim sem þau vilja fá svör við.“ Kristín María merkir meiri hræðslu meðal útlendinganna en Íslendinga. „Já, ég merki það alveg. Ég átti gott samtal við okkar tengilið við pólska samfélagið áðan. Hún var að segja mér að það búa pólskir íbúar í stóru blokkinni sem tekur á móti þér þegar þú kemur inn í bæinn og þau vilja helst ekkert vera þar. Eru bara flutt út.“ Hún segist vita til þess að fólkið sé að reyna að koma sér fyrir annars staðar og líði ekki vel. „Hluti af því er að koma að fræðslunni, að fræða en ekki hræða. Það hefur margoft komið fram að hraungos hér mun ekki ógna neinum byggðarlögum eða fólki.“ Grindavík og fjallið Þorbjörn í bakgrunni.Vísir/Egill Hún segist vera farin að venjast skjálftunum. „Sérstaklega þegar þessir litlu koma. Þegar maður hefur upplifað þessa stóru, eins og á miðvikudaginn í síðustu viku, þá eru hinir einhvern veginn pínkulitlir í samanburðinum. Svo er maður kannski farinn að finna eitthvað sem kannski er ekki því maður er kominn með þessa jarðskjálftariðu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira