Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2021 17:30 Allra augu beinast að Keili og hrauninu í kring vegna óróa sem mælist á jarðskjálftamælum. Vísir/RAX Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. „Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira