Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 14:47 Frá Secret Solstice í Laugardalnum sem haldin hefur verið undanfarin ár, þó ekki í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Neon Photography Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. „Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“ Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“
Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið