„Öppdeit“ Jón Ármann Steinsson skrifar 6. mars 2021 08:00 Fyrst bið ég forláts á ísl-enskuslettunni hér í fyrirsögninni en ástkæra ylhýra móðurmálið bauð ekki upp á orð með þeim hughrifunum sem ég var að leita að. Með þessu „öppdeiti“ vildi ég reifa það sem hefur gerst frá því Vísir birti grein um sama mál með fyrirsögninni „Hvílir Geirfinnur hér“. Enn er óljóst hvort sú langsótta kenning um Geirfinn standist skoðun og því skauta ég framhjá þeim möguleika hér og kem mér beint að efninu: Í maímánuði 1980 kom lík í humartroll Hásteins ÁR-8 sem var á veiðum við Vestmannaeyjar. Svona líkfundur var ekki einsdæmi. Á sjöunda og áttunda áratugnum fórust tugir sjómanna við Ísland og margir fundust aldrei. Þá hurfu menn sporlaust uppi á landi líka en almenningsálitið virtist stjórna viðbrögðum lögreglu hverju sinni: Ég minni á Geirfinnsmálið þar sem lögreglan leitaði þrotlaust í hraungjótum, húsagörðum, kjöllurum og meira að segja í kirkjugörðum að líkum Geirfinns og Guðmundar. Ekkert fannst og enn er leitað og spekúlerað. Silfurskreytt belti Fyrir austan fjall var lögreglan ekki óvön að taka á móti líkamspörtum úr sjó. Þegar Hásteinn kom til hafnar á Stokkseyri þennan maídag beið Selfosslögreglan á kæjanum og beinin voru tekin í hús. Eitt vakti sérstaka athygli lögreglunnar og það atriði virtist ráða úrslitum um framhaldið. Líkið var með svart leðurbelti skreytt sleginni silfurmynt og stjörnum, og með hringlaga sylgju sem var eftirlíking af einhverskonar hurðalömum. Lögreglan dró þá ályktun að hér væri sennilega um útlending að ræða enda myndi enginn íslendingur klæða sig svona. Þeirra orð, ekki mín. Rannsókn málsins var þar með komin með ásættanlega niðurstöðu - skrifuð var skýrsla, gefið út dánarvottorð, skýrslan og dánarvottorð sett í möppu og mappan upp í hillu. Næsta mál, takk... Vel á minnst, næsta mál. Nokkrum vikum fyrir líkfundinn, á sumardaginn fyrsta 1980, hafði vélbáturinn Jökultindur farist í blíðskaparveðri við Vestmannaeyjar og með honum þrír menn. Það var talið að skipverjar hefðu fest trollið í hraunbotni og ekki getað kúplað spilinu lausu í tæka tíð sem hafi dregið bátinn niður. Lík skipstjórans fannst nokkrum dögum síðar en hinna tveggja var saknað og er enn. Þetta voru tvítugir strákar og það skrítna er að ég þekkti þá báða. Tréstika númer 6 sýnir hvar óþekkti sjómaðurinn hvílir í kirkjugarðinum á Stokkseyri.Jón Ármann Steinsson Tvö óskyld mál? Lögreglan í Vestmannaeyjum var með skipsskaðann á sinni könnu en lögreglan á Selfossi með líkfundinn. Gat verið að þessi tvö embætti hafi ekki borið saman bækur sínar hvort þessir tveir atburðir væru tengdir? Það skildu einungis 3 vikur á milli atburðanna og örfáar sjómílur. Það er einnig undarlegt að hvergi kom nein frétt um líkfundinn, hvorki í blöðum né á ljósvakamiðlum. Mögulega hefði almenningur þá bent lögreglunni á að þarna gætu verið einhver tengsl í milli. Í október 1980, fimm mánuðum eftir líkfundinn, bankar lögreglustjórinn á Selfossi uppá hjá sóknarprestinum á Stokkseyri. Lögreglustjóri hélt á krukku merktri Líkbrennslu Fossvogskirkjugarðs og réttir presti: „Þetta er útlendingurinn sem Hásteinn fékk í trollið í vor. Viltu vera svo vænn að koma honum fyrir í garðinum við tækifæri.“ Presturinn tekur við krukkunni, lögreglustjóri kveður og fer. Tvær jarðarfarir Í nóvembermánuði 1980 sitja tveir tíu ára strákpollar á kirkjugarðsvegg og horfa á prestinn lesa ritningavers yfir leirkrukku syðst í garðinum. Þessi óvenjulega athöfn varð pollunum ógleymanleg enda kærkomin tilbreyting í viðburðasnauðu hversdagslífinu. Þeir vissu ekki á þeim tíma hvað eða hvern var verið að jarða – bara einhverja krukku. Nokkru síðar kom lögreglustjórinn aftur til prestsins, í þetta sinn með fótlegg. „Viltu vera svo vænn að jarða‘ann þennan þegar færi gefst.“ Prestur lagði fótlegginn niður meðfram kistu þá um vorið en ég hef ekki fundið áhorfendur að þeirri jarðarför. Þá fylgdi ekki sögunni hvort þetta hafi verið fótleggur sem hafði gleymst í fyrrnefndri líkbrennslu eða nýtt mál. Þessi samskipti lögreglustjóra og prests kunna að hljóma undarlega en á þessum árum var þetta bara svona. En hver var hann? Óþekkti sjómaðurinn hvílir enn í kirkjugarðinum á Stokkseyri. Ég fann gröfina eftir leiðbeiningum annars strákpollans sem er í dag fimmtugur sjómaður. Af því ég þekkti ekki staðhætti voru þær svona; „Taktu þér stöðu á kirkjutröppunum með bakið í kirkjudyrnar, gakktu í beina línu í átt að sjónum, stoppaðu við kirkjugarðsvegginn, taktu fjögur skref afturábak og líttu niður til hægri. Þar er tréstika og undir henni er grafið duftkerið.“ DNA rannsókn verður aldrei gerð úr þessu af líkið var brennt. Verið er að kanna fyrrnefndar möppur frá Selfosslögreglunni í Þjóðskjalasafninu ef þar skyldi leynast lykillinn að gátunni. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir mun ég birta þær hér og ljósmynd af beltinu ef leyfi fæst. Vonandi verður þannig hægt að ljúka þessari sögu með góðum endi... Höfundur starfar við nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst bið ég forláts á ísl-enskuslettunni hér í fyrirsögninni en ástkæra ylhýra móðurmálið bauð ekki upp á orð með þeim hughrifunum sem ég var að leita að. Með þessu „öppdeiti“ vildi ég reifa það sem hefur gerst frá því Vísir birti grein um sama mál með fyrirsögninni „Hvílir Geirfinnur hér“. Enn er óljóst hvort sú langsótta kenning um Geirfinn standist skoðun og því skauta ég framhjá þeim möguleika hér og kem mér beint að efninu: Í maímánuði 1980 kom lík í humartroll Hásteins ÁR-8 sem var á veiðum við Vestmannaeyjar. Svona líkfundur var ekki einsdæmi. Á sjöunda og áttunda áratugnum fórust tugir sjómanna við Ísland og margir fundust aldrei. Þá hurfu menn sporlaust uppi á landi líka en almenningsálitið virtist stjórna viðbrögðum lögreglu hverju sinni: Ég minni á Geirfinnsmálið þar sem lögreglan leitaði þrotlaust í hraungjótum, húsagörðum, kjöllurum og meira að segja í kirkjugörðum að líkum Geirfinns og Guðmundar. Ekkert fannst og enn er leitað og spekúlerað. Silfurskreytt belti Fyrir austan fjall var lögreglan ekki óvön að taka á móti líkamspörtum úr sjó. Þegar Hásteinn kom til hafnar á Stokkseyri þennan maídag beið Selfosslögreglan á kæjanum og beinin voru tekin í hús. Eitt vakti sérstaka athygli lögreglunnar og það atriði virtist ráða úrslitum um framhaldið. Líkið var með svart leðurbelti skreytt sleginni silfurmynt og stjörnum, og með hringlaga sylgju sem var eftirlíking af einhverskonar hurðalömum. Lögreglan dró þá ályktun að hér væri sennilega um útlending að ræða enda myndi enginn íslendingur klæða sig svona. Þeirra orð, ekki mín. Rannsókn málsins var þar með komin með ásættanlega niðurstöðu - skrifuð var skýrsla, gefið út dánarvottorð, skýrslan og dánarvottorð sett í möppu og mappan upp í hillu. Næsta mál, takk... Vel á minnst, næsta mál. Nokkrum vikum fyrir líkfundinn, á sumardaginn fyrsta 1980, hafði vélbáturinn Jökultindur farist í blíðskaparveðri við Vestmannaeyjar og með honum þrír menn. Það var talið að skipverjar hefðu fest trollið í hraunbotni og ekki getað kúplað spilinu lausu í tæka tíð sem hafi dregið bátinn niður. Lík skipstjórans fannst nokkrum dögum síðar en hinna tveggja var saknað og er enn. Þetta voru tvítugir strákar og það skrítna er að ég þekkti þá báða. Tréstika númer 6 sýnir hvar óþekkti sjómaðurinn hvílir í kirkjugarðinum á Stokkseyri.Jón Ármann Steinsson Tvö óskyld mál? Lögreglan í Vestmannaeyjum var með skipsskaðann á sinni könnu en lögreglan á Selfossi með líkfundinn. Gat verið að þessi tvö embætti hafi ekki borið saman bækur sínar hvort þessir tveir atburðir væru tengdir? Það skildu einungis 3 vikur á milli atburðanna og örfáar sjómílur. Það er einnig undarlegt að hvergi kom nein frétt um líkfundinn, hvorki í blöðum né á ljósvakamiðlum. Mögulega hefði almenningur þá bent lögreglunni á að þarna gætu verið einhver tengsl í milli. Í október 1980, fimm mánuðum eftir líkfundinn, bankar lögreglustjórinn á Selfossi uppá hjá sóknarprestinum á Stokkseyri. Lögreglustjóri hélt á krukku merktri Líkbrennslu Fossvogskirkjugarðs og réttir presti: „Þetta er útlendingurinn sem Hásteinn fékk í trollið í vor. Viltu vera svo vænn að koma honum fyrir í garðinum við tækifæri.“ Presturinn tekur við krukkunni, lögreglustjóri kveður og fer. Tvær jarðarfarir Í nóvembermánuði 1980 sitja tveir tíu ára strákpollar á kirkjugarðsvegg og horfa á prestinn lesa ritningavers yfir leirkrukku syðst í garðinum. Þessi óvenjulega athöfn varð pollunum ógleymanleg enda kærkomin tilbreyting í viðburðasnauðu hversdagslífinu. Þeir vissu ekki á þeim tíma hvað eða hvern var verið að jarða – bara einhverja krukku. Nokkru síðar kom lögreglustjórinn aftur til prestsins, í þetta sinn með fótlegg. „Viltu vera svo vænn að jarða‘ann þennan þegar færi gefst.“ Prestur lagði fótlegginn niður meðfram kistu þá um vorið en ég hef ekki fundið áhorfendur að þeirri jarðarför. Þá fylgdi ekki sögunni hvort þetta hafi verið fótleggur sem hafði gleymst í fyrrnefndri líkbrennslu eða nýtt mál. Þessi samskipti lögreglustjóra og prests kunna að hljóma undarlega en á þessum árum var þetta bara svona. En hver var hann? Óþekkti sjómaðurinn hvílir enn í kirkjugarðinum á Stokkseyri. Ég fann gröfina eftir leiðbeiningum annars strákpollans sem er í dag fimmtugur sjómaður. Af því ég þekkti ekki staðhætti voru þær svona; „Taktu þér stöðu á kirkjutröppunum með bakið í kirkjudyrnar, gakktu í beina línu í átt að sjónum, stoppaðu við kirkjugarðsvegginn, taktu fjögur skref afturábak og líttu niður til hægri. Þar er tréstika og undir henni er grafið duftkerið.“ DNA rannsókn verður aldrei gerð úr þessu af líkið var brennt. Verið er að kanna fyrrnefndar möppur frá Selfosslögreglunni í Þjóðskjalasafninu ef þar skyldi leynast lykillinn að gátunni. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir mun ég birta þær hér og ljósmynd af beltinu ef leyfi fæst. Vonandi verður þannig hægt að ljúka þessari sögu með góðum endi... Höfundur starfar við nýsköpun.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun