Mögulega von á áhlaupum næstu vikur Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 7. mars 2021 12:29 Í dag hefur mesta jarðskjálftavirknin verið við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Mikil skjálftavirkni var norðan við Grindavík í nótt en engar vísbendingar eru um að kvika sé að safnast undir því svæði. Óróapúls mældist í um tuttugu mínútur við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Í kjölfarið jókst virknin á Reykjanesi og var stærsti skjálfti næturinnar 5,0 að stærð klukkan tvö í nótt um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Sex skjálftar hafa nú mælst um og yfir 3,0 að stærð frá klukkan 6:00 í morgun, sá síðasti við Fagradalsfjall klukkan 11:49. Einar segir virknina við Grindavík koma til vegna kvikugangsins undir Fagradalsfjalli sem sé að troða sér undir jarðskorpuna. „Það veldur þrýstingi, hefur áhrif á svæðið utan við sig og veldur spennubreytingum við Grindavík sem leiðir til skjálftanna þar en það eru engar vísbendingar sem við sjáum í gögnum um að það sé kvika að safnast saman annars staðar en við Fagradalsfjall.“ Enn sé ekki hægt að útiloka að það gjósi og greinilegt að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé enn í myndun. Megi gera ráð fyrir fleiri hrinum Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna það sé samdóma álit vísindamanna að um sé að ræða tímabil þar sem kvika flæðir inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. „Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Eftir þær kemur slökun og tímabil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur.“ Þá segir að gera megi ráð fyrir því að ef gangurinn haldi áfram að myndast næstu daga og vikur megi eiga von á slíkum áhlaupum og jarðskjálftahviðum nokkrum sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16 Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mikil skjálftavirkni var norðan við Grindavík í nótt en engar vísbendingar eru um að kvika sé að safnast undir því svæði. Óróapúls mældist í um tuttugu mínútur við Fagradalsfjall skömmu eftir miðnætti. Í kjölfarið jókst virknin á Reykjanesi og var stærsti skjálfti næturinnar 5,0 að stærð klukkan tvö í nótt um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Sex skjálftar hafa nú mælst um og yfir 3,0 að stærð frá klukkan 6:00 í morgun, sá síðasti við Fagradalsfjall klukkan 11:49. Einar segir virknina við Grindavík koma til vegna kvikugangsins undir Fagradalsfjalli sem sé að troða sér undir jarðskorpuna. „Það veldur þrýstingi, hefur áhrif á svæðið utan við sig og veldur spennubreytingum við Grindavík sem leiðir til skjálftanna þar en það eru engar vísbendingar sem við sjáum í gögnum um að það sé kvika að safnast saman annars staðar en við Fagradalsfjall.“ Enn sé ekki hægt að útiloka að það gjósi og greinilegt að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé enn í myndun. Megi gera ráð fyrir fleiri hrinum Fram kemur í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna það sé samdóma álit vísindamanna að um sé að ræða tímabil þar sem kvika flæðir inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli. „Við það myndast spenna í norður-suður sprungum austan og vestan við umbrotasvæðið. Þegar næg spenna hefur myndast, þá hrökkva sprungurnar og við það koma skjálftahrinur. Eftir þær kemur slökun og tímabil minni skjálfta þar til spennan verður aftur of há og svipuð hrina kemur.“ Þá segir að gera megi ráð fyrir því að ef gangurinn haldi áfram að myndast næstu daga og vikur megi eiga von á slíkum áhlaupum og jarðskjálftahviðum nokkrum sinnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16 Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03 Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Órói í tuttugu mínútur og stóru skjálftarnir fylgdu í kjölfarið Í gærkvöldi jókst jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli umtalsvert og stóð sú aukna virkni yfir frá um klukkan 18 til 23. Um klukkan 00:22 hófst svo órói sem stóð yfir í um 20 mínútur. Í framhaldi af því jókst skjálftavirkni á Reykjanesi enn frekar og var mikil virkni í nótt með snörpum jarðskjálftum. 7. mars 2021 07:16
Gætum séð fram á virknitímabil sem spannar árhundruð Enn er full ástæða til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna á Reykjanesi að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftavirkni sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum eins og staðan er núna. Það kunni að vera að framundan sé ákveðið virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ára tímabil. 6. mars 2021 16:03
Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. 5. mars 2021 16:59