Að vera vitur eftir á Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 7. mars 2021 13:30 Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun