Í leit að sökudólgi? Anna Margrét Jónsdóttir, Ísleifur Ólafsson og Þorbjörn Jónsson skrifa 8. mars 2021 13:30 Titill þessarar greinar „Í leit að sökudólgi?“ vísar til þess að heilbrigðisráðuneytið virðist þessa dagana vera í leit að sökudólgi sem bera eigi ábyrgð á óöryggi og þeim óskynsamlegu ákvörðunum, sem teknar hafa verið varðandi framkvæmd leghálsskimunar. Stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna fullyrðir að sökudólginn í þessu máli sé ekki að finna á meinafræðideild Landspítalans. Miklu líklegra er að ónógur eða óvandaður undirbúningur og tilviljanakenndar ákvarðanir hafi ráðið för. Heilbrigðisráðuneytið tók þá ákvörðun í samráði við heilsugæsluna að senda skimunarsýni frá leghálsi til greiningar í Danmörku, þrátt fyrir að skimunarráð, landlæknir, meirihluti fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórn um breytingar á leghálsskimunum teldu að þessar rannsóknir ætti að gera innanlands. Þetta hafa Læknaráð Landspítalans, Samtök yfirlækna á Landspítalanum, Læknafélag Íslands, kvensjúkdómalæknar, lífeindafræðingar, Félag íslenskra rannsóknarlækna og fleiri gagnrýnt harðlega. Til að réttlæta samninga við dönsku rannsóknarstofuna hefur ráðherra meðal annars nefnt annríki á Landspítalanum vegna Covid-19 faraldursins og að tryggja þurfi gæði og öryggi rannsóknanna, það sé lykilatriðið. Ráðherra gefur þannig í skyn að sýnamælingar sem gerðar eru innanlands, til dæmis á Landspítalanum, séu lakari eða að einhverju leyti ekki öruggar. Slíkt er þó úr lausu lofti gripið. Mikill sýnafjöldi einn og sér er hvorki ávísun á öryggi né gæði rannsókna. Í desember 2020 svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur alþingismanns um greiningu frumusýna frá leghálsi á eftirfarandi hátt: ,,Rannsóknir frumusýna auk HPV-sýna verða tímabundið gerðar erlendis á meðan unnið er að fyrirkomulagi til lengri tíma. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvar frumusýnin verða rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Landlæknir lagði til að úrlestur á frumusýnum yrði á Landspítala en sjúkrahúsið er ekki í stakk búið til þess að taka strax við því verkefni enda hefur álagið á sjúkrahúsið verið mikið undanfarið vegna Covid eins og öllum er kunnugt“. Enn fremur svaraði heilbrigðisráðherra á Alþingi þann 4. febrúar síðastliðinn fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um ástæður þess að leghálsskimunarsýnin væru flutt úr landi orðrétt svona: ,,Ég vil líka segja það að þegar sú ákvörðun er tekin af heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að semja við þessa rannsóknastofu í Danmörku þá snýst það um öryggi.“ Og ráðherra ítrekaði svo í máli sínu: „Það snýst fyrst og fremst um öryggi.“ Opinberum heilbrigðisstofnunum hér á landi var um síðustu áramót falið að sinna öllum hlutum skimunar, sem Krabbameinsfélagið sinnti áður, með þeirri undantekningu að rannsóknir á leghálssýnum verða gerðar erlendis. Heilbrigðisráðuneytið fól Landspítalanum ábyrgð á leghálsspeglunum og skimun fyrir brjóstakrabbameini. Farið var í mikla vinnu til að hægt væri að sinna þessari þjónustu á spítalanum. Þrátt fyrir að landlæknir og ýmsir álitsgjafar teldu að rannsókn leghálsskimunarsýna ætti einnig að færist á Landspítalann var spítalanum ekki falið það verkefni að byggja upp starfsemi sem sinnt gæti smásjárskoðun á frumusýnum og HPV veiruprófum. Þess í stað fékk heilsugæslan það verkefni að gera verðkönnun á rannsóknum á leghálssýnunum. Óljóst er hvers vegna var ákveðið að leita hagstæðasta verðs í þennan hluta skimunarinnar í stað þess að fela Landspítalanum verkefnið. Við beindum sjö spurningum til heilbrigðisráðherra um flutning á leghálssýnum til Danmerkur í grein í Morgunblaðinu þann 25. febrúar síðastliðinn. Svör við spurningum okkar birtust strax daginn eftir á heimasíðu ráðuneytisins. Það verður að segjast að svörin eru að sumu leyti loðin, ófullnægjandi og á köflum villandi. Þeirri spurningu hver hafi ákveðið að senda skyldi leghálssýnin til Danmerkur var ekki svarað. Ráðuneytið segir orsök ákvörðunarinnar vera þá að Landspítalinn hafi ekki óskað þess að taka að sér þetta verkefni. Þessu til stuðnings kýs ráðuneytið að vitna, án nokkurs samhengis, í svarbréf sem yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans sendi starfsmanni heilsugæslunnar síðastliðið sumar. Kjarni málsins er sá að þegar yfirlæknir meinafræðideildarinnar festi eftirfarandi á blað „við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknastarfsemi“ þáhafði hann ekki vitneskju um að búið væri að ákveða að taka frumskoðunarhluta leghálsrannsókna af Krabbameinsfélagi Íslands. Megin ástæða þess að yfirlæknir meinafræðideildar orðaði þetta svona var að hann taldi þessum rannsóknum vera vel sinnt hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Á þessum tíma, sumarið 2020, var til staðar hjá Krabbameinsfélaginu sérhæft starfsfólk, tækjakostur og húsnæði til að sinna greiningarvinnu af því tagi sem um er rætt. Forsenda þess að Landspítalinn hefði getað tekið að sér frumurannsóknirnar var sú að spítalinn gæti ráðið það sérhæfða starfsfólk sem sinnti þessari vinnu hjá Krabbameinsfélaginu og keypt tækjabúnað félagsins. Að öðrum kosti hefði þurft að þjálfa nýtt starfsfólk, sem hefði tekið langan tíma, og kaupa nýjan tækjabúnað, sem hefði verið kostnaðarsamara. Spítalinn hefði þó getað framkvæmt HPV veirupróf án mikils undirbúnings enda er þar til staðar bæði fagþekking og fullkominn tækjakostur til að sinna slíkum rannsóknum. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að undirritaður hafi verið samningur til þriggja ára við rannsóknastofu í Hvidovre um mælingar á leghálsskimunarsýnum frá Íslandi. Í nýlegri grein okkar í Morgunblaðinu spurðum við um kostnað við langtímasamning við Dani. Heilbrigðisráðuneytið kýs að svara þessari einföldu spurningu ekki beint heldur segir: „Samkvæmt samningum við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre er einingarverð fyrir rannsókn hvers sýnis um 3.200 krónur. Heildarkostnaður við samninginn ræðst af þátttöku kvenna og þar með fjölda sýna.“ Það er ekki skýrt í svari ráðuneytisins hvort verðið 3.200 krónur fyrir hvert sýni eigi við um HPV-veiruprófið eingöngu eða bæði HPV-veirupróf og frumugreiningarrannsókn. Læknablaðið sendi nýlega fyrirspurn til Ríkiskaupa vegna samningsins. Í svari Ríkiskaupa segir meðal annars að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði átt að setja þjónustuna í útboð næmi upphæðin meira en rétt tæpum 98 milljónum króna. Miðað við 3.200 króna einingaverð, 13.500 HPV-veirupróf, 7.000 frumugreiningarpróf og þriggja ára samning má leiða líkur að því að upphæðin sé í raun mun hærri en 98 milljónir. Til að upplýsa almenning um þennan þátt málsins þurfa heilbrigðisyfirvöld sem allra fyrst að birta opinberlega: 1) samninginn sem gerður var við rannsóknastofuna í Hvidovre og 2) kostnaðar- og þarfagreiningu fyrir þessar rannsóknir, sem heilsugæslunni var falið að framkvæma í júnímánuði 2020. Íslenskur almenningur á rétt á því að það sé upplýst með óyggjandi hætti hvert heildarvirði samningsins er og hvort reglur um útboðsskyldu og opinber innkaup hafi ef til vill verið brotin. Það eru fleiri atriði í svari heilbrigðisráðuneytisins sem þarfnast nánari útskýringa og verður fjallað betur um það síðar. Það er skoðun okkar að íslensk stjórnvöld eigi að láta framkvæma mælingar á leghálssýnum innanlands og reyna með þeim hætti að endurvekja tiltrú og traust almennings til þessarar mikilvægu heilbrigðisþjónustu. Frá stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna. Formaður félagsins er Anna Margrét Jónsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Titill þessarar greinar „Í leit að sökudólgi?“ vísar til þess að heilbrigðisráðuneytið virðist þessa dagana vera í leit að sökudólgi sem bera eigi ábyrgð á óöryggi og þeim óskynsamlegu ákvörðunum, sem teknar hafa verið varðandi framkvæmd leghálsskimunar. Stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna fullyrðir að sökudólginn í þessu máli sé ekki að finna á meinafræðideild Landspítalans. Miklu líklegra er að ónógur eða óvandaður undirbúningur og tilviljanakenndar ákvarðanir hafi ráðið för. Heilbrigðisráðuneytið tók þá ákvörðun í samráði við heilsugæsluna að senda skimunarsýni frá leghálsi til greiningar í Danmörku, þrátt fyrir að skimunarráð, landlæknir, meirihluti fagráðs um leghálsskimanir og verkefnastjórn um breytingar á leghálsskimunum teldu að þessar rannsóknir ætti að gera innanlands. Þetta hafa Læknaráð Landspítalans, Samtök yfirlækna á Landspítalanum, Læknafélag Íslands, kvensjúkdómalæknar, lífeindafræðingar, Félag íslenskra rannsóknarlækna og fleiri gagnrýnt harðlega. Til að réttlæta samninga við dönsku rannsóknarstofuna hefur ráðherra meðal annars nefnt annríki á Landspítalanum vegna Covid-19 faraldursins og að tryggja þurfi gæði og öryggi rannsóknanna, það sé lykilatriðið. Ráðherra gefur þannig í skyn að sýnamælingar sem gerðar eru innanlands, til dæmis á Landspítalanum, séu lakari eða að einhverju leyti ekki öruggar. Slíkt er þó úr lausu lofti gripið. Mikill sýnafjöldi einn og sér er hvorki ávísun á öryggi né gæði rannsókna. Í desember 2020 svaraði heilbrigðisráðherra fyrirspurn Höllu Signýjar Kristjánsdóttur alþingismanns um greiningu frumusýna frá leghálsi á eftirfarandi hátt: ,,Rannsóknir frumusýna auk HPV-sýna verða tímabundið gerðar erlendis á meðan unnið er að fyrirkomulagi til lengri tíma. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvar frumusýnin verða rannsökuð eftir að tímabundinn samningur rennur út. Landlæknir lagði til að úrlestur á frumusýnum yrði á Landspítala en sjúkrahúsið er ekki í stakk búið til þess að taka strax við því verkefni enda hefur álagið á sjúkrahúsið verið mikið undanfarið vegna Covid eins og öllum er kunnugt“. Enn fremur svaraði heilbrigðisráðherra á Alþingi þann 4. febrúar síðastliðinn fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur um ástæður þess að leghálsskimunarsýnin væru flutt úr landi orðrétt svona: ,,Ég vil líka segja það að þegar sú ákvörðun er tekin af heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu að semja við þessa rannsóknastofu í Danmörku þá snýst það um öryggi.“ Og ráðherra ítrekaði svo í máli sínu: „Það snýst fyrst og fremst um öryggi.“ Opinberum heilbrigðisstofnunum hér á landi var um síðustu áramót falið að sinna öllum hlutum skimunar, sem Krabbameinsfélagið sinnti áður, með þeirri undantekningu að rannsóknir á leghálssýnum verða gerðar erlendis. Heilbrigðisráðuneytið fól Landspítalanum ábyrgð á leghálsspeglunum og skimun fyrir brjóstakrabbameini. Farið var í mikla vinnu til að hægt væri að sinna þessari þjónustu á spítalanum. Þrátt fyrir að landlæknir og ýmsir álitsgjafar teldu að rannsókn leghálsskimunarsýna ætti einnig að færist á Landspítalann var spítalanum ekki falið það verkefni að byggja upp starfsemi sem sinnt gæti smásjárskoðun á frumusýnum og HPV veiruprófum. Þess í stað fékk heilsugæslan það verkefni að gera verðkönnun á rannsóknum á leghálssýnunum. Óljóst er hvers vegna var ákveðið að leita hagstæðasta verðs í þennan hluta skimunarinnar í stað þess að fela Landspítalanum verkefnið. Við beindum sjö spurningum til heilbrigðisráðherra um flutning á leghálssýnum til Danmerkur í grein í Morgunblaðinu þann 25. febrúar síðastliðinn. Svör við spurningum okkar birtust strax daginn eftir á heimasíðu ráðuneytisins. Það verður að segjast að svörin eru að sumu leyti loðin, ófullnægjandi og á köflum villandi. Þeirri spurningu hver hafi ákveðið að senda skyldi leghálssýnin til Danmerkur var ekki svarað. Ráðuneytið segir orsök ákvörðunarinnar vera þá að Landspítalinn hafi ekki óskað þess að taka að sér þetta verkefni. Þessu til stuðnings kýs ráðuneytið að vitna, án nokkurs samhengis, í svarbréf sem yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans sendi starfsmanni heilsugæslunnar síðastliðið sumar. Kjarni málsins er sá að þegar yfirlæknir meinafræðideildarinnar festi eftirfarandi á blað „við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknastarfsemi“ þáhafði hann ekki vitneskju um að búið væri að ákveða að taka frumskoðunarhluta leghálsrannsókna af Krabbameinsfélagi Íslands. Megin ástæða þess að yfirlæknir meinafræðideildar orðaði þetta svona var að hann taldi þessum rannsóknum vera vel sinnt hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Á þessum tíma, sumarið 2020, var til staðar hjá Krabbameinsfélaginu sérhæft starfsfólk, tækjakostur og húsnæði til að sinna greiningarvinnu af því tagi sem um er rætt. Forsenda þess að Landspítalinn hefði getað tekið að sér frumurannsóknirnar var sú að spítalinn gæti ráðið það sérhæfða starfsfólk sem sinnti þessari vinnu hjá Krabbameinsfélaginu og keypt tækjabúnað félagsins. Að öðrum kosti hefði þurft að þjálfa nýtt starfsfólk, sem hefði tekið langan tíma, og kaupa nýjan tækjabúnað, sem hefði verið kostnaðarsamara. Spítalinn hefði þó getað framkvæmt HPV veirupróf án mikils undirbúnings enda er þar til staðar bæði fagþekking og fullkominn tækjakostur til að sinna slíkum rannsóknum. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að undirritaður hafi verið samningur til þriggja ára við rannsóknastofu í Hvidovre um mælingar á leghálsskimunarsýnum frá Íslandi. Í nýlegri grein okkar í Morgunblaðinu spurðum við um kostnað við langtímasamning við Dani. Heilbrigðisráðuneytið kýs að svara þessari einföldu spurningu ekki beint heldur segir: „Samkvæmt samningum við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre er einingarverð fyrir rannsókn hvers sýnis um 3.200 krónur. Heildarkostnaður við samninginn ræðst af þátttöku kvenna og þar með fjölda sýna.“ Það er ekki skýrt í svari ráðuneytisins hvort verðið 3.200 krónur fyrir hvert sýni eigi við um HPV-veiruprófið eingöngu eða bæði HPV-veirupróf og frumugreiningarrannsókn. Læknablaðið sendi nýlega fyrirspurn til Ríkiskaupa vegna samningsins. Í svari Ríkiskaupa segir meðal annars að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði átt að setja þjónustuna í útboð næmi upphæðin meira en rétt tæpum 98 milljónum króna. Miðað við 3.200 króna einingaverð, 13.500 HPV-veirupróf, 7.000 frumugreiningarpróf og þriggja ára samning má leiða líkur að því að upphæðin sé í raun mun hærri en 98 milljónir. Til að upplýsa almenning um þennan þátt málsins þurfa heilbrigðisyfirvöld sem allra fyrst að birta opinberlega: 1) samninginn sem gerður var við rannsóknastofuna í Hvidovre og 2) kostnaðar- og þarfagreiningu fyrir þessar rannsóknir, sem heilsugæslunni var falið að framkvæma í júnímánuði 2020. Íslenskur almenningur á rétt á því að það sé upplýst með óyggjandi hætti hvert heildarvirði samningsins er og hvort reglur um útboðsskyldu og opinber innkaup hafi ef til vill verið brotin. Það eru fleiri atriði í svari heilbrigðisráðuneytisins sem þarfnast nánari útskýringa og verður fjallað betur um það síðar. Það er skoðun okkar að íslensk stjórnvöld eigi að láta framkvæma mælingar á leghálssýnum innanlands og reyna með þeim hætti að endurvekja tiltrú og traust almennings til þessarar mikilvægu heilbrigðisþjónustu. Frá stjórn Félags íslenskra rannsóknarlækna. Formaður félagsins er Anna Margrét Jónsdóttir.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar