Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2021 16:54 Þessi væna sprunga myndaðist í malbiki á vegi við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. Þetta sýna nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar sem náttúruvársérfræðingar vísindaráðs almannavarna rýndu í fyrr í dag. Ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga þá yrði það einhvers staðar á sprungu á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar utan þess svæðis að því er segir í tilkynningu frá vísindaráði. Líklegasti uppkomustaður kviku er syðst í kvikuganginum, af virkni síðustu daga að dæma. Á þessari mynd er afmarkað svæði þar sem kvikugangurinn er að myndast undir jarðskorpunni. Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á umbrotasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjall, myndast þrýstingu í jarðskorpunni. Það skapar spennu austan og vestan megin við umbrotasvæðið og er líkleg skýring á þeim skjálftum sem verða þar sú að um sé að ræða svokallaða „gikkskjálfta“ sem eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Dæmi um slíka skjálfta mátti sjá aðfaranótt sunnudags, 7. mars, þegar margir kröftugir skjálftar mældust á skömmum tíma. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur þarf að gera ráð fyrir sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Jarðsjálftavirkni hefur heldur minnkað frá því sem var um helgina en líkt og fram hefur komið jókst skjálftavirknin í Fagradalsfjalli á laugardagskvöld umtalsvert og aðfaranótt sunnudags hófst órói sem stóð yfir í um tuttugu mínútur. Og um tvöleytið, þá sömu nótt, reið yfir skjálfti að stærðinni 5,1. Áhrif kvikugangsins á önnur svæði á Reykjanesskaga Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls, myndast þrýstingur í jarðskorpunni. Það veldur spennubreytingum á stóru svæði umhverfis ganginn. Líkanreikningar sýna að þessar spennubreytingar koma af stað svokölluðum „gikkskjálftum“ við sinn hvorn enda kvikugangsins. Þessir skjálftar eru merki um spennulosun, en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Það er mat vísindaráðs að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þarf ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá er von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Áfram eru þessar sviðsmyndir líklegastar: -Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. -Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall -Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum -Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: *Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar *Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58 Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta sýna nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar sem náttúruvársérfræðingar vísindaráðs almannavarna rýndu í fyrr í dag. Ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga þá yrði það einhvers staðar á sprungu á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar utan þess svæðis að því er segir í tilkynningu frá vísindaráði. Líklegasti uppkomustaður kviku er syðst í kvikuganginum, af virkni síðustu daga að dæma. Á þessari mynd er afmarkað svæði þar sem kvikugangurinn er að myndast undir jarðskorpunni. Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á umbrotasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjall, myndast þrýstingu í jarðskorpunni. Það skapar spennu austan og vestan megin við umbrotasvæðið og er líkleg skýring á þeim skjálftum sem verða þar sú að um sé að ræða svokallaða „gikkskjálfta“ sem eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Dæmi um slíka skjálfta mátti sjá aðfaranótt sunnudags, 7. mars, þegar margir kröftugir skjálftar mældust á skömmum tíma. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur þarf að gera ráð fyrir sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Jarðsjálftavirkni hefur heldur minnkað frá því sem var um helgina en líkt og fram hefur komið jókst skjálftavirknin í Fagradalsfjalli á laugardagskvöld umtalsvert og aðfaranótt sunnudags hófst órói sem stóð yfir í um tuttugu mínútur. Og um tvöleytið, þá sömu nótt, reið yfir skjálfti að stærðinni 5,1. Áhrif kvikugangsins á önnur svæði á Reykjanesskaga Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls, myndast þrýstingur í jarðskorpunni. Það veldur spennubreytingum á stóru svæði umhverfis ganginn. Líkanreikningar sýna að þessar spennubreytingar koma af stað svokölluðum „gikkskjálftum“ við sinn hvorn enda kvikugangsins. Þessir skjálftar eru merki um spennulosun, en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Það er mat vísindaráðs að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þarf ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá er von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Áfram eru þessar sviðsmyndir líklegastar: -Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. -Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall -Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum -Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: *Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar *Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð
Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58 Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58
Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12