Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. mars 2021 06:17 Enn eru taldar á að það geti komið til eldgoss á því svæði þar sem jarðskjálftavirknin hefur verið hvað mest á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Óróapúls er það sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili. Óróinn er ekki eins kröftugur og sá sem mældist þann 3. mars að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings, á Veðurstofunni. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir virknina líklega til marks um hraða stækkun kvikugangsins sem myndast hefur á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Elísabet segir engin merki sjást á vefmyndavélum um að kvika sé búin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þá séu skjálftarnir ekki stórir en þeir komi mjög þétt og hagi sér eins og órói. Enn eru því taldar líkur á að eldgos geti hafist á svæðinu. Kristín segir í samtali við fréttastofu að virknin í morgun sé sú kröftugasta sem sést hefur á svæðinu í tvo sólarhringa. Þetta er í þriðja sinn sem óróapúls mælist og lýsir Kristín skjálftunum þannig að um sé að ræða smáskjálfta sem renni saman í eina dálítið kröftuga hviðu. Óróinn nú sé heldur minni en sá sem mældist fyrst í síðustu viku en hafi varað heldur lengur en sá sem mældist um helgina. Hann hafi náð hámarki sínu um hálfsexleytið í morgun en síðan hefur dregið úr virkninni. „Þetta er mjög staðbundin virkni og ég held að við séum að læra það á þessu að þetta sé til marks um hraða stækkun gangsins. Þetta er kannski ekkert mikil stækkun, það er eins og það komi einhver vaxtarkippur. Þannig að virknin er mjög staðbundin við mitt Fagradalsfjallið,“ segir Kristín. Frá miðnætti hafa mælst um 700 skjálftar á Reykjanesskaga en þeir hafa ekki verið mjög stórir; einn til tveir þeirra hafa verið um þrír að stærð. Um kl. 5:20 í morgun jókst virknin við Fagradalsfjall, syðst í kvikuganginum. Óróahviða mældist um það leiti sem virknin...Posted by Veðurstofa Íslands on Tuesday, March 9, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 08:57.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira