Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Jón Arnór Stefánsson kemur nú inn af bekknum hjá Val en í byrjunarliðið er komið bandarískur leikmaður sem er mikill skorari og ber nafnið Jordan. Vísir/Vilhelm Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja. Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira