Hvaðan koma vextirnir? Indriði Stefánsson skrifar 10. mars 2021 08:31 Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Íslenskir bankar Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Samtaka fjármálafyrirtækja var hagnaður bankanna á rúmlega 10 ára tímabili um 650 milljarðar, að meðaltali 60 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að hagnaður í sjávarútvegi var 444 milljarðar á tímabilinu 2009- 2017 eða um 55 milljarðar á ári eða nokkuð minna en bankarnir sem högnuðust á sama tíma um 572 milljarða. Hvaðan koma vaxtatekjurnar? Á íslandi höfum við reynslu af illa reknu bankakerfi. Enginn vafi leikur á því að við erum mun betur sett með vel rekið bankakerfi sem skilar hóflegum hagnaði. Samtök fjármálafyrirtækja benda réttilega á að minnihluti viðskiptavina bankanna eru einstaklingar. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að fyrirtæki sem greiða vexti þurfa líka að fjármagna vaxtagreiðslurnar. Þannig má áætla að vaxtagreiðslur fyrirtækja muni að nokkru leyti koma fram í hækkuðum þjónustugjöldum og álagningu sem almenningur á endanum greiðir. En hvað kostar þetta? Sé 60 milljarða hagnaði deilt niður á íslendinga gerir það um það bil 170 þúsund á hvern íslending. Eitthvað af hagnaði bankana verður vegna hærri eignastöðu en ef við gefum okkur að helmingurinn sé í formi vaxtatekna þarf hver íslendingur að fjármagna 85 þúsund. Þann hluta vaxtana sem fellur til í formi lána til einstaklinga greiðir almenningur beint. Þann hluta sem fellur til í formi lána til fyrirtækja greiðir almenningur í formi álagningar og þjónustugjalda. Hver þessi hlutdeild nákvæmlega er stýrist svo af skuldastigi og neyslu hvers og eins og svo hverjar vaxtatekjurnar raunverulega eru. Hversu mikið ættu bankarnir að fá í sinn hlut? Það er hins vegar rétt að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að fjármálastarfsemi taki til sín þetta stórann hluta af landsframleiðslunni. Það er einnig rétt til að gæta allrar sanngirni að þó bankar framleiði ekki eiginleg verðmæti, veita þeir þjónustu sem er í eðli sínu verðmæt og erfitt væri að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að stunda viðskipti á Íslandi eða daglegt líf með þeim hætti sem við gerum í dag án þeirrar þjónustu sem bankarnir veita. Háir vextir, háar vaxtatekjur Vextir hafa verið háir á Íslandi sem skýrir að miklu leyti háar vaxtatekjur en vaxtamunur hefur líka verið hár samanborið við nágrannalönd. Það þarf engu að síður að tryggja að hagnaður af fjármálaþjónustu sé hæfilegur. Sérstaklega í ljósi þess að það ríkir nokkur fákeppni um bankaþjónustu á Íslandi. Það ætti í það minnsta að vera umhugsunarefni ef hagnaður af bankastarfsemi er mun meiri en af einum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar Það er mikilvægt áður en íslenska ríkið fer í að einkavæða hlut sinn í bönkunum að það liggi fyrir hvað telst eðlilegur hagnaður banka, hvort eðlilegt þyki að hagnaður bankanna sé hár á sama tíma og vaxtamunur sé mikill. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi 2021. https://sff.is/utgafa_umsagnir/hvadan-kemur-hagnadur-bankanna/
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar