Einn frægasti leikvangur heims verður endurskírður í höfuðið á Pele Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 09:31 Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem Pele, átti magnaða feril á sínum tíma. EPA-EFE/SEBASTIAO MOREIRA Borgarstjórnin í Ríó hefur ákveðið að heiðra einn besta knattspyrnumann sögunnar með því að nefna heimsþekktan íþróttaleikvang eftir honum. Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo. Fótbolti Brasilía Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira
Hinn frægi Maracana leikvangur í Ríó í Brasilíu mun eftir atkvæðagreiðsluna í borgarstjórninni í gær heita Edson Arantes do Nascimento - Rei Pele leikvangurinn. Þeir skírðu því ekki aðeins völlinn eftir Pele heldur eftir Pele kóngi. Pele er aðeins gælunafn brasilíska knattspyrnusnillingsins en hann völlurinn fær hans fulla nafn líka. Pele er eini knattspyrnumaðurinn sem hefur orðið heimsmeistari þrisvar sinnum en hann skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum 1958 þegar hann var bara sautján ára og var með mark og tvær stoðsendingar í úrslitaleiknum 1970 þá 29 ára gamall. Football: Rio votes to put Pele's name on famous Maracana stadium https://t.co/q65lN53Wqr— ST Sports Desk (@STsportsdesk) March 10, 2021 Maracana leikvangurinn hefur hýst tvo úrslitaleiki HM (1950 og 2014) og þar fór einnig fram setningar- og lokaathöfnin á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Pele er orðinn 80 ára gamall og spilaði mörgum sinnum á vellinum. Einn af þeim leikjum kom árið 1969 þegar hann skoraði sitt þúsundasta mark á ferlinum í leik með Santos á móti Vasco da Gama. „Hann á þennan virðingarvott skilinn enda þekkir allur heimurinn goðsagnakennda stöðu hans í brasilískum fótbolta og þá hefur hann verið frábær sendiherra fyrir þjóð sína í gegnum tíðina,“ sagði borgarstjórnarfulltrúinn sem lagði fram tillöguna. Brasilíumenn vildu líka augljóslega passa upp á það að Pele væri ekki minni maður en Maradona en lengi hefur verið rifist um það hvor þeirra sé besti knattspyrnumaður sögunnar, svona fyrir komu Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Brazil's world famous Maracana in Rio de Janeiro to be renamed the 'King #Pele Stadium' @NatSportUAE explains https://t.co/6SAJCRvIcW pic.twitter.com/cRn1dr121a— The National (@TheNationalNews) March 10, 2021 Diego Maradona var sýndur sá heiður á dögunum í Napoli á Ítalíu þegar ítalska félagið endurskírði leikvanginn sinn Stadio Diego Armando Maradona. Brasilíumenn vildu greinilega passa upp á það að þeirra stærsta goðsgöng ætti líka sinn eigin leikvang. Þetta þýddi um leið að leikvangurinn missir gamla nafnið sitt en hann var skírður eftir blaðamanninum Mario Filho sem barðist fyrir byggingu hans á sínum tíma. Allt íþróttasvæðið mun þó áfram bera nafn Mario Filho. Það eru ekki allir ánægðir með þessa niðurstöðu og sumir hafa gert athugasemd við það að Pele sé ekki frá Ríó en hann hefur auk þess búið stærstan hluta ævi sinnar í Sao Paulo.
Fótbolti Brasilía Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Sjá meira