Frá miðnætti hafa yfir 2.100 skjálftar mælst á Reykjanesskaga en seinnipartinn hefur virknin mest verið í kringum syðsta enda Fagradalsfjalls. Þrír hafa verið yfir 4 en sá stærsti varð klukkan 3.15 í nótt. Hann var 5,1 að stærð.
Uppfært kl. 21.15 með athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands:
„Frá kl. 19 í kvöld hefur virknin aukist lítillega við Fagradalsfjall og allnokkrir skjálftar yfir 3 orðið á svæðinu. Sá stærsti var 3,8 kl. 20:20.“
1/2 Today, the total number of earthquakes measured on the #Reykjanes peninsula during the last two weeks exceeded 34,000. This exceeds the number of earthquakes measured during the whole of 2020, which was characterized by unusually high seismic activity.
— Icelandic Meteorological Office - IMO (@Vedurstofan) March 10, 2021