Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:53 Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu. Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu.
Dómsmál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira