Leyfði leikmanni sínum að klippa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 13:02 Bill Belichick hefur náð frábærum árangri með New England Patriots liðið undanfarin tvo áratugi. Getty/Adam Glanzman Brandon King hafði taugarnar í að klippa þjálfara sinn Bill Belichick og fékk líka nokkra brandara að launum. Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira
Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Sjá meira