Telur að PSG hafi bolmagn til að landa Messi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 19:00 Hver veit nema Lionel Messi verði leikmaður PSG þegar næsta leiktíðin 2021-2022 fer af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Forráðamenn Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að félagið geti samið við argentíska snillinginn Lionel Messi í sumar eftir að samningur hans við Barcelona rennur út. Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá óskaði Lionel Messi eftir því að fara frá Barcelona að loknu síðasta tímabili. Á endanum var ákveðið að hann myndi spila með félaginu út þetta tímabil eða þangað til samningur hans rennur út. Óvíst er hver staða hins 34 ára gamla Messi er núna. Þrátt fyrir að félagið hafi dottið út úr Meistaradeild Evrópu í 16-liða úrslitum – gegn PSG að sjálfsögðu – þá er Joan Laporta kominn aftur í forsetastólinn og almennt virðist bjartara yfir félaginu nú heldur en fyrir níu mánuðum er Messi óskaði eftir því að yfirgefa Börsunga. Þannig er þó mál með vexti að félagið er stórskuldugt, raunar svo að það ætti í raun að vera gjaldþrota en það er annað mál. Þar með er ljóst að Barcelona getur ekki boðið Messi nýjan samning neitt í líkingu við þann sem hann er með í dag. Þar kemur PSG inn í myndina en franska félagið – sem fór í úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð – telur sig vera í kjörstöðu til að semja við Messi. Félagið telur sig geta boðið honum launapakka sem hann yrði sáttur með. Þá yrði hann þjálfaður af landa sínum Mauricio Pochettino ásamt því að fyrrum samherji hans Neymar er að sjálfsögðu á launaskrá PSG. "Optimism is high" at PSG that they are in position to sign Leo Messi this summer, reports @marcelobechler pic.twitter.com/lxLfe7HWmd— B/R Football (@brfootball) March 12, 2021 Þetta staðfestir argentíski blaðamaðurinn Marcelo Bechler en sá er talinn einkar áreiðanlegur er kemur að málum Lionel Messi. Hann fullyrðir að forráðamenn PSG séu öruggir með að þeir geti fengið Messi til Parísar fyrir næstu leiktíð. Það fylgir þó ekki sögunni hvort PSG þurfi að selja hinn franska Kylian Mbappé til að hafa efni á Messi en Mbappé verður samningslaus sumarið 2022 og er talið að PSG vilji frekar selja hann í sumar en að missa hann þá. Sama hvað þá er ljóst að verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar en ásamt Messi er fjöldinn allur af stórstjörnum knattspyrnunnar að renna út á samning. Þar má til að mynda nefna Sergio Ramos – sem hefur boðið Messi að búa hjá sér í Madríd – og David Alaba.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira