„Gaman að Ingvi skoraði 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki var uppi í stúku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 20:47 Þórsararnir hans Bjarka Ármanns Oddssonar unnu langþráðan útisigur í kvöld. vísir/vilhlem Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs, ljómaði eins og sól í heiði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, 86-91. Þetta var fyrsti útisigur Þórsara á tímabilinu. Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Bjarki hrósaði sínum mönnum í hástert eftir leikinn, sérstaklega Ingva Þór Guðmundssyni sem kom óvænt til Þórs eftir að hafa verið látinn fara frá Haukum. Bjarki er ánægður með þá búbót og gat ekki stillt sig um að skjóta á þjálfara Hauka, Israel Martin. „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þetta var algjör liðssigur. Það er gaman að Ingvi skori 22 stig og þjálfarann sem vildi hann ekki er uppi í stúku. Þetta sýnir hversu frábær leikmaður hann er og guðsgjöf fyrir Þór,“ sagði Bjarki við Vísi eftir leikinn. Þórsarar spiluðu heldur lina vörn í 1. leikhluta þar sem þeir fengu á sig 33 stig. „Við létum finna meira fyrir okkur. Við fengum ekki villu í 1. leikhluta og hugarfarið breyttist. Auðvitað kom Tommi [Þórður Hilmarsson] okkur svakalega á óvart með 22 stig. Hann var alveg stórkostlegur í fyrri hálfleik,“ sagði Bjarki. Eftir að Þór komst yfir var þjálfarinn sannfærður um að þeir myndu landa sigrinum. „Við vitum að Stjarnan rúllar mikið og getur misst taktinn. Ég sagði strákunum að halda einbeitingu, það skipti ekki máli þótt við værum að tapa með tíu stigum, við kæmum alltaf til baka. Um leið og við komumst yfir fundu strákarnir að þetta væri komið. Mér fannst við vera betra liðið í dag. Þeir söknuðu örugglega Alexanders Lindqvist sem er búinn að spila frábærlega fyrir þá,“ sagði Bjarki. Hann var virkilega sáttur með liðsheild Þórsara í kvöld og sagðir að allir sem komu við sögu í leiknum hafi lagt í púkkið. „Guy [Landry Edi] stóð sig frábærlega í því sem hann á að gera, Ivan [Aurrecoechea] auðvitað stórkostlegur eins og alltaf, Andrius [Globys] er límið í liðinu, Dedrick [Basile] sprengir upp varnirnar, Srdjan [Stojanovic] var stórkostlegur þótt hann hafi ekki hitt. Strákarnir sem komu af bekknum, Hlynur [Freyr Einarsson] og Raggi [Ágústsson] lögðu sitt af mörkum,“ sagði Bjarki hæstánægður að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum