Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 14:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41