Jákvæð karlmennska styður jafnrétti og frelsi karla Þorsteinn V. Einarsson skrifar 15. mars 2021 14:31 Ísland stendur framarlega í jafnréttismálum [1] og ungir karlar eru opnir fyrir breytingum á samfélagsgerðinni [2]. Enn ríkir þó kynbundið misrétti [3, 4] og merki eru um að íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir takmarki lífsgæði og tækifæri karla og drengja [5, 6]. Segja má að áhrifamáttur líffræði og kynfæra á reynsluheim karla og kvenna sé ofmetinn, því mesta skýringin á því hvernig fólk hugsar og hegðar sér er vegna utanaðkomandi áhrifa [7]. Hið félagslega umhverfi (menning, venjur, siðir, hefðir og hugmyndir okkar um kyn) hefur því mestu áhrifin á hugsun okkar og hegðun. Þetta samrýmist sjónarmiðum fræðafólks í kynjafræði, sagnfræði, mannfræði, heimspeki, sálfræði og víðar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða eða byltingarkennd sjónarmið en þó mikilvæg til að undirstrika að þeim hugmyndum og viðmiðum um karlmennsku sem hafa neikvæð áhrif á karla og samfélagið, er hægt að breyta til betri vegar. Karlmennskuhugmyndir breytast reglulega Sá farvegur sem hefur mótað íslenskt samfélag, og okkur sem einstaklinga, er djúpt kynjaður og skerðir og takmarkar lífsgæði okkar. Þær undirliggjandi hugmyndir að karlar séu rétthærri en konur, þeir séu í „eðli sínu“ hæfari og sterkari á flestum sviðum og sú hugmynd að jafnrétti hafi verið náð þó að svo sé ekki, dregur úr hvata karla til að taka þátt í jafnréttisbaráttu í umhverfi sínu. Kynjaður farvegur birtist í hegðun og viðhorfum drengja og karla t.d. gagnvart kynlífi, að þeir hafi tilkall til kynlífs. Það er ekki síst vegna þess að klám hefur gert mörkin milli kynlífs og ofbeldis óljós sem starfsfólk Stígamóta þekkja vel. Ráðandi karlmennska [8] ber þau einkenni að kvenleiki í fari, viðhorfum, útliti eða hegðun karla geri þá að síðri körlum. Afleiðingar þess eru þekktar og hefur UN Women á Íslandi með ýmsum hætti barist fyrir vitundarvakningu, ábyrgri afstöðu og þátttöku karla í jafnréttismálum. Tilfinningar og geðrænn vandi hafa löngum verið feimnismál og eitthvað sem ekki hefur verið talið hæfa körlum að tala opinskátt um. Tilfinningar og tjáning þeirra hefur verið kennd við kvenleika og séð sem veikleiki meðal karla. Karlar bæla því niður tilfinningar sínar, fela vanlíðan og burðast einir með þjáningar sínar og áföll [5]. Slíkar hugmyndir eru einmitt eitt versta meðalið við alvarlegu þunglyndi og sjálfsskaða hugsunum [9] sem koma í veg fyrir að karlar og drengir treysti sér til að opna á slíkar tilfinningar og hugsanir. Ráðandi karlmennskuhugmyndir veita körlum og drengjum ekki hvatningu til að leita sér hjálpar við slíku ástandi sem meðal annars kann að skýra háa tíðni á sjálfsvígum ungra karla og annan vanda sem drengir glíma við. Það er aðkallandi að hafa áhrif á ráðandi karlmennskuhugmyndir sem bitna á samfélagi og fólki. Að breyta samfélagslega rótgrónum hugmyndum um karlmennsku krefst mikils af einstaklingum og stofnunum en við höfum samt oft séð þær taka breytingum. Þess vegna getum við skapað jákvæðari, uppbyggilegri og gagnlegri karlmennsku frekari sess í íslensku samfélagi með samheldnu átaki. Átaki sem þó verður ekki unnið á skömmum tíma, heldur skref fyrir skref í átt að auknu jafnrétti, fyrir auknum lífsgæðum og tækifærum alls fólks. Jákvæð karlmennska Karlar og drengir geta tileinkað sér jákvæða karlmennsku og þar með hafnað ráðandi karlmennskuhugmyndum og afleiðingum þeirra. Jákvæð karlmennska grundvallast á virðingu, mennsku og jafnrétti og lærist í gegnum félagsmótun. Jákvæð karlmennska felur í sér ábyrg viðhorf, lífsgildi og hegðun meðal drengja og karla sem hefur jákvæðar afleiðingar fyrir þá sjálfa og umhverfið sem þeir eru hluti af [10]. Með öðrum orðum vinnur jákvæð karlmennska gegn neikvæðum áhrifum samfélagslega ráðandi staðalímyndum um karla og drengi. Jákvæð karlmennska er því sú tegund karlmennsku sem stuðlar að jafnrétti milli kynja, karlmennsku og kvenleika, og í raun meiri mennsku. Jákvæð karlmennska ber ekki með sér kynjuð valdatengsl feðraveldis karlmennsku og er því styðjandi við jafnrétti. Slík tegund karlmennsku getur haft víðtæk jákvæð áhrif í samfélagslegu samhengi [11]. Sameiginlegt átaksverkefni Átaksverkefnið og vitundarvakningin Jákvæð karlmennska er á vegum samfélagsmiðilsins og hreyfiaflsverkefnisins Karlmennskan og er unnið með styrk úr jafnréttissjóði Íslands. Karlmennskan hefur tekið höndum saman við Stígamót, UN Women á Íslandi, Píeta samtökin og námsbraut í kynjafræði í Háskóla Íslands um að vekja athygli á hvernig jákvæð karlmennska getur breytt íslensku samfélagi og veitt körlum, drengjum, konum, stúlkum og mörgum öðrum aukin lífsgæði, frelsi og tækifæri. Markmiðið er að sýna fram á hvernig jákvæð karlmennska getur afmáð valdatengsl milli kvenleika og karlmennsku, dregið úr valdatengslum karla og drengja á milli og bætt lífsgæði þeirra og annarra. ----------- 1 World Economic Forum. (2020). Global Gender Gap Report 2020. Sótt af https://www.weforum.org/reports/gender-gap-2020-report-100-years-pay-equality 2 Ásta Jóhannsdóttir og Ingólfur V. Gíslason. (2018). Young Icelandic Men’s Perception of Masculinities. doi: 10.1177/1060826517711161 3 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. (2019). Ábyrgar konur og sjúkir karlar. https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/49/40 4 Hagstofan. (2019). Óleiðréttur launamunur. https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/laun-og-tekjur/oleidrettur-launamunur-kynjanna-2019/ 5 Þorsteinn V. Einarsson (2020). Karlmennska, karlar og jafnrétti. [Óbirt M.A.-ritgerð] https://skemman.is/bitstream/1946/35193/1/Lokaritger%c3%b0%20M.A.%20%c3%9eorsteinn%20V.%20%23karlmennskan.pdf 6 Jón Ingvar Kjaran og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2016). Masculinity strategies of young queer men as queer capital. https://doi.org/10.1080/18902138.2016.1143274 . 7 Janet S. Hyde. (2016). Sex and cognition: gender and cognitive functions. https://doi.org/10.1016/j.conb.2016.02.007 8 Connell og Messerschmidt. (2005). Hegemonic masculinity, rethinking the concept. DOI: 10.1177/0891243205278639 9 Tómas Kristjánsson sálfræðingur í viðtalsþættinum Karlmennskan. (2021). https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/karlmennskan/thattur-4-thunglyndi-og-sjalfsvig/ 10 Úr jákvæðri sálfræði; Masculinity in the Midst of Mindfulness: Exploring the Gendered Experiences of At-risk Adolescent Boys. (2018) https://doi.org/10.1177/1097184X18756709 11 Messerschmidt, J. W. (2017). Masculinities and Femicide. (Enginn linkur, Qualitative Sociology Review . 7/31/2017, Vol. 13 Issue 3, p70-79. 10p) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Ísland stendur framarlega í jafnréttismálum [1] og ungir karlar eru opnir fyrir breytingum á samfélagsgerðinni [2]. Enn ríkir þó kynbundið misrétti [3, 4] og merki eru um að íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir takmarki lífsgæði og tækifæri karla og drengja [5, 6]. Segja má að áhrifamáttur líffræði og kynfæra á reynsluheim karla og kvenna sé ofmetinn, því mesta skýringin á því hvernig fólk hugsar og hegðar sér er vegna utanaðkomandi áhrifa [7]. Hið félagslega umhverfi (menning, venjur, siðir, hefðir og hugmyndir okkar um kyn) hefur því mestu áhrifin á hugsun okkar og hegðun. Þetta samrýmist sjónarmiðum fræðafólks í kynjafræði, sagnfræði, mannfræði, heimspeki, sálfræði og víðar. Hér er ekki um nýjar fréttir að ræða eða byltingarkennd sjónarmið en þó mikilvæg til að undirstrika að þeim hugmyndum og viðmiðum um karlmennsku sem hafa neikvæð áhrif á karla og samfélagið, er hægt að breyta til betri vegar. Karlmennskuhugmyndir breytast reglulega Sá farvegur sem hefur mótað íslenskt samfélag, og okkur sem einstaklinga, er djúpt kynjaður og skerðir og takmarkar lífsgæði okkar. Þær undirliggjandi hugmyndir að karlar séu rétthærri en konur, þeir séu í „eðli sínu“ hæfari og sterkari á flestum sviðum og sú hugmynd að jafnrétti hafi verið náð þó að svo sé ekki, dregur úr hvata karla til að taka þátt í jafnréttisbaráttu í umhverfi sínu. Kynjaður farvegur birtist í hegðun og viðhorfum drengja og karla t.d. gagnvart kynlífi, að þeir hafi tilkall til kynlífs. Það er ekki síst vegna þess að klám hefur gert mörkin milli kynlífs og ofbeldis óljós sem starfsfólk Stígamóta þekkja vel. Ráðandi karlmennska [8] ber þau einkenni að kvenleiki í fari, viðhorfum, útliti eða hegðun karla geri þá að síðri körlum. Afleiðingar þess eru þekktar og hefur UN Women á Íslandi með ýmsum hætti barist fyrir vitundarvakningu, ábyrgri afstöðu og þátttöku karla í jafnréttismálum. Tilfinningar og geðrænn vandi hafa löngum verið feimnismál og eitthvað sem ekki hefur verið talið hæfa körlum að tala opinskátt um. Tilfinningar og tjáning þeirra hefur verið kennd við kvenleika og séð sem veikleiki meðal karla. Karlar bæla því niður tilfinningar sínar, fela vanlíðan og burðast einir með þjáningar sínar og áföll [5]. Slíkar hugmyndir eru einmitt eitt versta meðalið við alvarlegu þunglyndi og sjálfsskaða hugsunum [9] sem koma í veg fyrir að karlar og drengir treysti sér til að opna á slíkar tilfinningar og hugsanir. Ráðandi karlmennskuhugmyndir veita körlum og drengjum ekki hvatningu til að leita sér hjálpar við slíku ástandi sem meðal annars kann að skýra háa tíðni á sjálfsvígum ungra karla og annan vanda sem drengir glíma við. Það er aðkallandi að hafa áhrif á ráðandi karlmennskuhugmyndir sem bitna á samfélagi og fólki. Að breyta samfélagslega rótgrónum hugmyndum um karlmennsku krefst mikils af einstaklingum og stofnunum en við höfum samt oft séð þær taka breytingum. Þess vegna getum við skapað jákvæðari, uppbyggilegri og gagnlegri karlmennsku frekari sess í íslensku samfélagi með samheldnu átaki. Átaki sem þó verður ekki unnið á skömmum tíma, heldur skref fyrir skref í átt að auknu jafnrétti, fyrir auknum lífsgæðum og tækifærum alls fólks. Jákvæð karlmennska Karlar og drengir geta tileinkað sér jákvæða karlmennsku og þar með hafnað ráðandi karlmennskuhugmyndum og afleiðingum þeirra. Jákvæð karlmennska grundvallast á virðingu, mennsku og jafnrétti og lærist í gegnum félagsmótun. Jákvæð karlmennska felur í sér ábyrg viðhorf, lífsgildi og hegðun meðal drengja og karla sem hefur jákvæðar afleiðingar fyrir þá sjálfa og umhverfið sem þeir eru hluti af [10]. Með öðrum orðum vinnur jákvæð karlmennska gegn neikvæðum áhrifum samfélagslega ráðandi staðalímyndum um karla og drengi. Jákvæð karlmennska er því sú tegund karlmennsku sem stuðlar að jafnrétti milli kynja, karlmennsku og kvenleika, og í raun meiri mennsku. Jákvæð karlmennska ber ekki með sér kynjuð valdatengsl feðraveldis karlmennsku og er því styðjandi við jafnrétti. Slík tegund karlmennsku getur haft víðtæk jákvæð áhrif í samfélagslegu samhengi [11]. Sameiginlegt átaksverkefni Átaksverkefnið og vitundarvakningin Jákvæð karlmennska er á vegum samfélagsmiðilsins og hreyfiaflsverkefnisins Karlmennskan og er unnið með styrk úr jafnréttissjóði Íslands. Karlmennskan hefur tekið höndum saman við Stígamót, UN Women á Íslandi, Píeta samtökin og námsbraut í kynjafræði í Háskóla Íslands um að vekja athygli á hvernig jákvæð karlmennska getur breytt íslensku samfélagi og veitt körlum, drengjum, konum, stúlkum og mörgum öðrum aukin lífsgæði, frelsi og tækifæri. Markmiðið er að sýna fram á hvernig jákvæð karlmennska getur afmáð valdatengsl milli kvenleika og karlmennsku, dregið úr valdatengslum karla og drengja á milli og bætt lífsgæði þeirra og annarra. ----------- 1 World Economic Forum. (2020). Global Gender Gap Report 2020. Sótt af https://www.weforum.org/reports/gender-gap-2020-report-100-years-pay-equality 2 Ásta Jóhannsdóttir og Ingólfur V. Gíslason. (2018). Young Icelandic Men’s Perception of Masculinities. doi: 10.1177/1060826517711161 3 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. (2019). Ábyrgar konur og sjúkir karlar. https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/49/40 4 Hagstofan. (2019). Óleiðréttur launamunur. https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/laun-og-tekjur/oleidrettur-launamunur-kynjanna-2019/ 5 Þorsteinn V. Einarsson (2020). Karlmennska, karlar og jafnrétti. [Óbirt M.A.-ritgerð] https://skemman.is/bitstream/1946/35193/1/Lokaritger%c3%b0%20M.A.%20%c3%9eorsteinn%20V.%20%23karlmennskan.pdf 6 Jón Ingvar Kjaran og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson (2016). Masculinity strategies of young queer men as queer capital. https://doi.org/10.1080/18902138.2016.1143274 . 7 Janet S. Hyde. (2016). Sex and cognition: gender and cognitive functions. https://doi.org/10.1016/j.conb.2016.02.007 8 Connell og Messerschmidt. (2005). Hegemonic masculinity, rethinking the concept. DOI: 10.1177/0891243205278639 9 Tómas Kristjánsson sálfræðingur í viðtalsþættinum Karlmennskan. (2021). https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/karlmennskan/thattur-4-thunglyndi-og-sjalfsvig/ 10 Úr jákvæðri sálfræði; Masculinity in the Midst of Mindfulness: Exploring the Gendered Experiences of At-risk Adolescent Boys. (2018) https://doi.org/10.1177/1097184X18756709 11 Messerschmidt, J. W. (2017). Masculinities and Femicide. (Enginn linkur, Qualitative Sociology Review . 7/31/2017, Vol. 13 Issue 3, p70-79. 10p)
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun