Brooklyn vann baráttuna um New York og rýkur upp Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 07:31 James Harden kominn að körfu New York Knicks í sigrinum í nótt. AP/Frank Franklin II Línurnar eru teknar að skýrast í NBA-deildinni í körfubolta en liðin í efsta hlutanum í bæði vestur- og austurdeild fögnuðu sigri í nótt. Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira