Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 21:39 Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Másdóttir og Björgvin Guðmundsson, starfsmenn Fractal 5. Fractal 5 Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki. Tækni Nýsköpun Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira