Eftirlit tekið upp á innri landamærum Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 11:48 Undanfarna mánuði hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen svæðisins frá Keflavíkurflugvelli, Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Almennt bann hefur þó ríkt á farþega þaðan með tilteknum undantekningum. Með breyttum reglum getur fólk sem hefur verið bólusett eða jafnað sig á Covid 19 frá löndum utan Schengen komið til landsins geti það sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Vísir/Vilhelm Eftirlit verður tekið upp á innri landamærum Íslands eftir að fólki utan Schengen svæðisins sem hefur verið bólusett gegn Covid 19 verður leyft að koma til landsins. Yfirlögregluþjónn segir þetta auðvelda eftirlit með þeim sem koma til Íslands og frávísun þeirra sem ekki megi koma hingað. Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Íslensk stjórnvöld ákváðu í gær að fólk frá löndum utan Schengen svæðisins geti komið til Íslands ef það geti sýnt fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið bólusett gegn Covid 19 veirunni eða fengið veirunna og sé búið að jafna sig. Þessu var vel tekið af samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu þar sem þetta gæti fjölgað ferðamönnum frá mikilvægum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu eins og Bandaríkjunum og Bretlandi. Sigurgeir Sigmundsson segir breyttar reglur yfirvalda þýða að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum Íslands í Schengen.almannavarnir Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir það hafa verið tafsamt að afgreiða farþega eftir að skilyrði voru sett fyrir svo kölluðum PCR vottorðum farþega hinn 19. febrúar. Nú bætist þetta við. „Við höfum verið upp í tvo tíma að tæma úr einni flugvél. Innan við tvö hundruð manns. Það var svona fyrstu dagana eftir að við fórum að skoða PCR vottorðin. Þetta gengur hraðar núna,“ segir Sigurgeir. Hingað til hefur verið flogið til tveggja áfangastaða utan Schengen. Boston í Bandaríkjunum og Lundúna í Bretlandi. Sigurgeir segir fáa farþega hafa verið í flugvélum frá þessum borgum. „Alla vegna þangað til núna þurfa þeir farþegar að hafa ríkar ástæður til að koma hingað. Það er almennt ferðabann á lönd utan Schengen. Þannig að þeir sem koma þaðan þurfa þá að vera í brýnum vinnuerindum með vottorð upp á það eða hitta fjölskyldu eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurgeir. Farþegar frá Lundúnum hafi því aðallega verið Íslendingar. Það hefur ekki verið margt um manninn á Heathrow flugvelli í Lundúnum undanfarna mánuði. Farþegar sem koma til Bretlands þurfa að fara í sóttkví á hótelum og greiða fyrir gistinguna.Leon Neal/Getty Sigurgeir segir rýmkanir sem stjórnvöld hér á landi boði nú kalla á að tekið verði upp eftirlit á innri landamærum sem tilkynnt verði til stjórnar Schengen í Brussel. „En þá bætist við formleg vegabréfaskoðun sem er afgreidd samtímis. Þetta þýðir að við höfum þá miklu fastara land undir fótum til að grípa til aðgerða eins og frávísana og annað,“ segir yfirlögregluþjónninn. Þetta sé í samræmi við það sem vel flest ríki Evrópu geri og gert hafi verið hér í sextíu daga í fyrra. „Þetta gerir auðveldara að snúa þeim við sem ekki mega koma hingað. Það eru þá fyrst og fremst þriðja ríkis borgarar. En þetta tryggir það líka að við sjáum alla farþega sem koma hingað, hverjir þeir eru og hvaðan þeir koma,“ segir Sigurgeir Sigmundsson.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Vill heldur að fyrirkomulag á landamærum taki mið af þróun faraldurs Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði heldur viljað taka mið af þróun faraldursins áður en nokkru væri slegið föstu um fyrirkomulag á landamærunum. 16. mars 2021 18:09
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36