Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni eftir tilkynningu stjórnvalda Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 19:05 Aðalfundur Icelandair Group er haldinn rafrænt á morgun. Vísir/Vilhelm Hlutabréf Icelandair héldu áfram að hækka í Kauphöllinni í dag og höfðu hækkað um sex prósent við lokun markaða. Heildarvelta viðskipta með bréf Icelandair nam 277 milljónum króna. Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Bréf félagsins tóku kipp í gær og hækkuðu sömuleiðis um sex prósent eftir að ríkisstjórnin tilkynnti að bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen verði tekin gild á landamærum Íslands. Gengi bréfanna er nú 1,50 krónur á hlut en var 1,34 krónur á hlut við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í gær. Með ákvörðun stjórnvalda má til að mynda hleypa Bretum og Bandaríkjamönnum inn í landið sem geta sýnt fram á með fullnægjandi vottorðum að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19 eða séu með mótefni. Fram að þessu voru bólusetningar- og mótefnavottorð frá Schengen-ríkjum einungis tekin gild á landamærunum. Mikilvægustu markaðir félagsins að opnast Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur tekið vel í fyrirætlanir stjórnvalda og sagði í samtali við fréttastofu í gær að ákvörðunin auki líkurnar á því að metnaðarfull áætlanir félagsins um flug til Evrópu og Bandaríkjanna gangi eftir. „Við erum búin að vera í markaðssetningu og söluaðgerðum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, vegna þess að þetta eru okkar stærstu og mikilvægustu markaðir, og bólusetning þar hefur gengið vel miðað við aðra markaði. Þannig að við erum búin að vera að fjárfesta talsvert þar og þess vegna er mjög jákvætt að fá þessar fréttir núna,“ sagði Bogi. Íslandsstofa hóf á ný að markaðssetja Ísland í Bretlandi fyrir rúmri viku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu þar, sagði í samtali við fréttastofu í gær að í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda hefjist fljótlega markaðsátak í Bandaríkjunum. Hún sagði Íslandsstofu skynja mikinn áhuga á Íslandi. „Milljón manns hafa horft á myndbönd sem við erum að keyra þar og 600 þúsund manns horft á myndbönd sem við erum með á samfélagsmiðlum sem segir að það er talsverður áhugi í Bretlandi á Íslandi sem áfangastað.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Markaðir Tengdar fréttir Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49 Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Eykur líkurnar á að „metnaðarfull“ sumaráætlunin gangi eftir „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Við höfum verið með mjög metnaðarfulla áætlun í sölu í sumar, bæði til Evrópu, Bretlands og síðan Bandaríkjanna, og þetta eykur líkurnar á því að hún gangi eftir.“ 16. mars 2021 16:49
Hrósar ríkisstjórninni og segir ferðaþjónustuna fagna „Það er fagnað mjög og mikil gleði er á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og ferðaþjónustunnar almennt.“ 16. mars 2021 14:36
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25