Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 07:54 Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Vísir/Vilhelm Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira